Kominn til Tokyo
Hótelið mitt - Tokyu Inn Shibuya
Útsýnið út um glugga á herberginu mínu
Pínu litla en akkúrat passlega herbergið mitt. Það var ótrúlega notalegt að komast í sturtu rétt áðan.
En ég er svolítið vankaður eftir ferðalagið. Eflaust tímamismunur sem er að stríða mér og kannski svefnlyfið sem ég notaði til þess að sofa í fluginu. Virgin Atlantic fær samt alveg plús í minni bók. Jæja farinn út að rölta. Hér er rétt rúmlega 20 stiga hiti, heiður himinn og fullt af dásmlega öðruvísi fólki á röltinu.
Ummæli