Ekki allt sem sýnist í Singapore
Singapore er svolítið skrítin borg. Ég er á gistiheimili sem opnaði fyrir viku síðan, rétt við hverfi sem er kallað Little India. Skemmtilegt hverfi sem er fullt af Indverjum eða fólki ættað frá því svæði, því einhver hluti þeirra sem þarna eru hafa búið hér í einhverjar kynslóðir. Hugmynd mín um Singapore, áður en ég kom hingað, hafði mótast af því sem ég hafði lesið og heyrt um Singapore. Sem sagt að hér væri allt í röð og reglu. Þetta svæði er hreint ekki í þeim pakka. Raunar er hér mikið manlíf og ekki allt í stíl við mínar hugmyndir um röð og regluveldi Singapore. En komum kannski að því á eftir. Gistihúsið er fínt, svona bakpoka gistihús og starfsfólkið alveg ótrúlega vinsamlegt. Mér var boðið í kvöldmat þegar ég kom hingað og það hefur bókstaflega allt viljað fyrir mig gera. Ef þið eruð á höttunum eftir einfaldri gistingu fyrir lítið í Singapore þá mæla ég alveg með Welcome Inn.
Ég hafði það ferlega gott í Hong Kong. Var næstum því búinn að lengja dvöl mína þar. Kynntist þar skemmtilegu fólki og þegar maður er svona einn að ferðast þá er það einmitt svo sérstaklega skemmtilegt. En Hong Kong var sem sagt borg að mínu skapi og ég ætla að fara þangað aftur við fyrsta tækifæri. Það var of margt sem heillaði mig við borgina. Ekki sama upplifun hér í Singapore. Kannski var það rigningin sem tók á móti mér. Það er búið að rigna heilmikið síðan ég kom hingað. Það er víst sá tími að það rignir hér. Í það minnsta er bæði heitt og rakt hér. Grunar að það eigi eftir að verða raunin í Tælandi líka. En sjáum til með það.
Singapore er samt alveg að koma á óvart. Hér er greinilega mikil fjölbreytni í fólki. Ég sé hér fólk af öllum stærðum og gerðum. Fór í dag í rölt um Chinatown hér í Singapore. Fannst það mjög athyglisvert. Fór í safn þar sem fjallar um sögu kínverskra innflytjenda til Singapore. Það var ekki sérlega glæsilegt umhverfi sem beið þess fólks. Hér var búið þröngt og um miðja síðustu öld þá réðu hér ríkjum glæpagengi sem greinilega gerðu sitt til að gera líf þessa fólk erfitt. En á síðustu áratugum hefur það skánað. Þaðan rölti ég svo á Asíu sögu safnið sem er hér. Fannst það líka stór merkilegt. Ég er svo mikil áhugamaður um sögu að mér fannst þetta allt saman ferlega merkilegt. Datt líka inn á Búddasafn í Chinatown sem var í hofi þar sem eru þúsundir gull Búdda. Ferlega flott. Myndin hér fyrir ofan er af verndarguði Hesta merkisins í kinverskri stjörnufræði, en það er einmitt mitt merki. Þessi gaur er núna í farsímanum mínum og færir mér vonandi ekkert nema lukku. En eftir að hafa eytt deginum á söfnum (hvað annað í grenjandi rigningu) fór ég í Little India sem er einmitt hverfið sem gistihúsið mitt stendur við.
Fékk mér að borða á stað sem Lonely Planet mælti með. Var alveg snildar grænmetisfæði og sessunautur minn gaf mér fullt af góðum ráðum um það hvað ég ætti að sjá í Singapore. Hann var fæddur í Saudi Arabiu en hefur búið hérna mestan hluta ævi sinnar. Ég fékk bæði upplýsingar um hvert ég ætti að fara að skemmta mér og hvaða staði ég yrði að sjá í Singapore og meira að segja símanúmer, svona ef ég lenti í einhverjum vandræðum með að finna mér eitthvað að gera. Þegar hér var komið var farið að halla degi svo ég ákvað að rölta upp á hótel. En eitthvað tókst mér að fara óvenjulega leið. Því ég gekk götu sem ekki var alveg það sem ég bjóst við í Singapore. Því þarna kölluðu á mig “konur” sem endilega vildu eiga við mig orð. Ég hafði sem sagt lent í einhvers konar “rauðri” götu og það alveg óviljandi. Svo ímynd mín af Singapore er ekki lengur sú að hér sé allt afskaplega slétt og felt. Það má vera að hér sé margt bannað samkvæmt lagana bókstaf, en undir niðri þrífst eitthvað allt annað.
Ég hafði það ferlega gott í Hong Kong. Var næstum því búinn að lengja dvöl mína þar. Kynntist þar skemmtilegu fólki og þegar maður er svona einn að ferðast þá er það einmitt svo sérstaklega skemmtilegt. En Hong Kong var sem sagt borg að mínu skapi og ég ætla að fara þangað aftur við fyrsta tækifæri. Það var of margt sem heillaði mig við borgina. Ekki sama upplifun hér í Singapore. Kannski var það rigningin sem tók á móti mér. Það er búið að rigna heilmikið síðan ég kom hingað. Það er víst sá tími að það rignir hér. Í það minnsta er bæði heitt og rakt hér. Grunar að það eigi eftir að verða raunin í Tælandi líka. En sjáum til með það.
Singapore er samt alveg að koma á óvart. Hér er greinilega mikil fjölbreytni í fólki. Ég sé hér fólk af öllum stærðum og gerðum. Fór í dag í rölt um Chinatown hér í Singapore. Fannst það mjög athyglisvert. Fór í safn þar sem fjallar um sögu kínverskra innflytjenda til Singapore. Það var ekki sérlega glæsilegt umhverfi sem beið þess fólks. Hér var búið þröngt og um miðja síðustu öld þá réðu hér ríkjum glæpagengi sem greinilega gerðu sitt til að gera líf þessa fólk erfitt. En á síðustu áratugum hefur það skánað. Þaðan rölti ég svo á Asíu sögu safnið sem er hér. Fannst það líka stór merkilegt. Ég er svo mikil áhugamaður um sögu að mér fannst þetta allt saman ferlega merkilegt. Datt líka inn á Búddasafn í Chinatown sem var í hofi þar sem eru þúsundir gull Búdda. Ferlega flott. Myndin hér fyrir ofan er af verndarguði Hesta merkisins í kinverskri stjörnufræði, en það er einmitt mitt merki. Þessi gaur er núna í farsímanum mínum og færir mér vonandi ekkert nema lukku. En eftir að hafa eytt deginum á söfnum (hvað annað í grenjandi rigningu) fór ég í Little India sem er einmitt hverfið sem gistihúsið mitt stendur við.
Fékk mér að borða á stað sem Lonely Planet mælti með. Var alveg snildar grænmetisfæði og sessunautur minn gaf mér fullt af góðum ráðum um það hvað ég ætti að sjá í Singapore. Hann var fæddur í Saudi Arabiu en hefur búið hérna mestan hluta ævi sinnar. Ég fékk bæði upplýsingar um hvert ég ætti að fara að skemmta mér og hvaða staði ég yrði að sjá í Singapore og meira að segja símanúmer, svona ef ég lenti í einhverjum vandræðum með að finna mér eitthvað að gera. Þegar hér var komið var farið að halla degi svo ég ákvað að rölta upp á hótel. En eitthvað tókst mér að fara óvenjulega leið. Því ég gekk götu sem ekki var alveg það sem ég bjóst við í Singapore. Því þarna kölluðu á mig “konur” sem endilega vildu eiga við mig orð. Ég hafði sem sagt lent í einhvers konar “rauðri” götu og það alveg óviljandi. Svo ímynd mín af Singapore er ekki lengur sú að hér sé allt afskaplega slétt og felt. Það má vera að hér sé margt bannað samkvæmt lagana bókstaf, en undir niðri þrífst eitthvað allt annað.
Ummæli