Úpps og allt mér sjálfum að kenna
Ég var stop í London. Af ástæðu sem ég varla þori að segja frá. En sýnir best hvað ég get verið duglegur að skapa mín eigin vandamál. Málið var sem sagt að ég þurfti að gera ákveðna hluti til að komast til Tokyo. Stafar af því hvernig flugmiða ég er með. British Airways hafa á undanförnum árum verið að sjálfvirknivæða öll sín ferli og ég lenti í því. Málið var sem sagt að ég þurfti að gera ákveðna hluti til að komast með. En gerði ekki nema hluta af þeim. Hélt að ég þyrfti að bíða þar til klukkutíma fyrir brottför. En hefði átt að gera þessa hluti amk. Klukkutíma fyrir brottför. Svo ég endaði á því að vera stop í London.
Sú dvöl varð hins vegar skemmtileg. Því góðvinir mínir hér kölluðu mig á sinn fund. Við fengum okkur að borða. Sem er alltaf gott hérna. Síðan var farið á bar rölt. Ég fékk góð ráð fyrir ferðina. Ómissandi staði í Tokyo. Kannski ég eigi bara eftir að enda á því að vera meira í Tokyo en ég ætlaði mér. Hvernig sem það fer. Þá átti ég skemmtilega kvöldstund hérna í London. Einhvern veginn þá hvarf allt stressið í leiðinni. Mér líður bara miklu betur með það að vera leggja í þetta ferðalag. Svo ætli þetta hafi ekki verið nákvæmlega það sem ég þurfti. Smá hik. Fékk þá um leið smá tækifæri til að finna að ég væri farinn frá Íslandi. Þar með varð þetta allt einhvern veginn auðveldara.
Svo var það líka merkilegt. Að þegar útséð var um það að ég myndi komast áfram. Þá var mér bent á að tala við hótel bókunarþjónustu sem var á flugvellinum. Þangað fór ég og fékk þær upplýsingar að ódýrasta gisting sem ég fengi væri á 90 pund og það þætti bara gott að finna hótel á 140-160 pund. Fannst það heldur dýrt. Svona miðað við það sem ég hafði oft séð að undanförnu þegar ég var að skoða gistingu í London. Hef nefnilega tekið eftir því að hótel við Heathrow væru ódýrari en þau sem bjóðast nær lífinu í London. Svo ég settist niður. Ræsti vélina mína og borgaði 4 pund fyrir að fá nettengingu í 45 mínútur. Sem er rán. En hvað sættir maður sig ekki við á flugvelli. Hoppaði á Last Minute og viti menn, þar bauðst 4 stjörnu strictly secret hótel við Heathrow fyrir 68 pund. Svo ég endaði á Raddison hóteli fyrir 68 pund og fannst það vel sloppið miðað við áður nefndar tölur. Þetta segir mér að tími bókunarþjónustu á flugvöllum sé að líða undir lok. Svo ætli ég eigi ekki eftir að gera það sama á ferðalaginu. Ræsa vélina. Fara á einhvern af þessum hótel vefjum sem ég þekki. Bóka mér gistingu. Raunar kostuðu þessi ævintýri mig í dag svolítið. Ég hafði nefnilega bókað gistingu í Tokyo. Sem ég veit hvorki hvort er enn til staðar eða hvort ég eigi herbergi en ég verð í það minnsta rukkaður um fyrstu nóttina. Sjáum hvað gerist á morgunn.
Var bent á að það væri betra að ferðast með öðru flugfélagi en því sem ég reyndi að komast með í dag til Tokyo. Ætla að prófa það á morgunn.
Sú dvöl varð hins vegar skemmtileg. Því góðvinir mínir hér kölluðu mig á sinn fund. Við fengum okkur að borða. Sem er alltaf gott hérna. Síðan var farið á bar rölt. Ég fékk góð ráð fyrir ferðina. Ómissandi staði í Tokyo. Kannski ég eigi bara eftir að enda á því að vera meira í Tokyo en ég ætlaði mér. Hvernig sem það fer. Þá átti ég skemmtilega kvöldstund hérna í London. Einhvern veginn þá hvarf allt stressið í leiðinni. Mér líður bara miklu betur með það að vera leggja í þetta ferðalag. Svo ætli þetta hafi ekki verið nákvæmlega það sem ég þurfti. Smá hik. Fékk þá um leið smá tækifæri til að finna að ég væri farinn frá Íslandi. Þar með varð þetta allt einhvern veginn auðveldara.
Svo var það líka merkilegt. Að þegar útséð var um það að ég myndi komast áfram. Þá var mér bent á að tala við hótel bókunarþjónustu sem var á flugvellinum. Þangað fór ég og fékk þær upplýsingar að ódýrasta gisting sem ég fengi væri á 90 pund og það þætti bara gott að finna hótel á 140-160 pund. Fannst það heldur dýrt. Svona miðað við það sem ég hafði oft séð að undanförnu þegar ég var að skoða gistingu í London. Hef nefnilega tekið eftir því að hótel við Heathrow væru ódýrari en þau sem bjóðast nær lífinu í London. Svo ég settist niður. Ræsti vélina mína og borgaði 4 pund fyrir að fá nettengingu í 45 mínútur. Sem er rán. En hvað sættir maður sig ekki við á flugvelli. Hoppaði á Last Minute og viti menn, þar bauðst 4 stjörnu strictly secret hótel við Heathrow fyrir 68 pund. Svo ég endaði á Raddison hóteli fyrir 68 pund og fannst það vel sloppið miðað við áður nefndar tölur. Þetta segir mér að tími bókunarþjónustu á flugvöllum sé að líða undir lok. Svo ætli ég eigi ekki eftir að gera það sama á ferðalaginu. Ræsa vélina. Fara á einhvern af þessum hótel vefjum sem ég þekki. Bóka mér gistingu. Raunar kostuðu þessi ævintýri mig í dag svolítið. Ég hafði nefnilega bókað gistingu í Tokyo. Sem ég veit hvorki hvort er enn til staðar eða hvort ég eigi herbergi en ég verð í það minnsta rukkaður um fyrstu nóttina. Sjáum hvað gerist á morgunn.
Var bent á að það væri betra að ferðast með öðru flugfélagi en því sem ég reyndi að komast með í dag til Tokyo. Ætla að prófa það á morgunn.
Ummæli