Úff þetta er pínu erfitt

Stress, stress, stress í bland við tilhlökkun. Þannig líður mér núna. Þetta er líklega lengsta stökk út í djúpu laugina. Langt að stökkva til Tokyo. En ég er sem sagt kominn með alla flugmiða. Búinn að bóka mér hótel í Tokyo. Ef allt fer að óskum þá verð ég í vél British Airways á leiðinni til Tokyo seinni partinn á morgunn. En ég er svolítið stressaður yfir þessu. Veit ekki alveg út í hvað ég er að fara. Er að fara þetta einn. Sem ég hef eiginlega aldrei gert áður. Ekki farið í svona frí með sjálfum mér. Þetta er svona smá upp og niður núna. En ég mun taka ferðavélina með. Stafrænu myndavélina. Svo ef allt gengur að óskum. Þá mun ég skila ykkur ferðasögu af næstu vikum í SA-Asíu svona í svipuðum takti og atburðirnir gerast. Þegar kominn með smá plan í Tokyo og Hong Kong. Svo nú eru það bara ævintýrin næst.

Ummæli

Unknown sagði…
Flottur á því kall.

Djöfull þyrfti ég á smá fríi í Asíu að halda :-)

Skemmtu þér hið besta.
ég ætla að reyna að fylgjast með þessu hjá þér.

Vinsælar færslur