Eitt skref í einu


Ég núna í London. Þetta gekk eins og í sögu. Allt þar til ég kom til London. Þá tókst mér að horfa á eftir Heathrow Express út á Terminal 5. Já, akkúrat þá flugstöð sem fékk svo skemmtilega umfjöllun um daginn. Af þeim sökum þá náði ég ekki í fyrra British Airways flugið. Sem hafði nóg af lausum sætum. Hefði þurft að vera klukkutíma fyrir brottför til að ná því. Svona er þetta.

Ég á ekki von á öðru en því að þurfa að temja mér þolinmæði í þessari ferð. Núna gæti farið svo að ég þurfi að eyða nótt í London. Á þá einhverja möguleika á því að komast í flug á morgunn. Hef raunar ekki svo miklar áhyggjur. Núna er þetta ævintýri byrjað og eftir mikið stress í gær. Lítinn svefn í nótt. Þá er ég orðinn mun rólegri með þetta allt. Búinn að fá smá rautt. Sem er allra meina bót í ferðalögum.

Annars er það svolítið skrítið hvað ég hef orðið stressaður yfir þessu ferðalagi. Kannski er það vegna þess að ég er að fara þetta einn. Sem er óneitanlega svolítið skrítið. Ég held að ég sé eins og við mörg. Fastur í því sem ég þekki. Finnst erfitt að fara út fyrir það. En þrátt fyrir að ég geti alveg átt von á smá mótlæti og erfiðleikum í þessari ferð. Þá hef ég samt ekkert of miklar áhyggjur. Þetta verður líklega erfitt og vont. En svo eru það einmitt það sem gerir svo ævintýri eftirminnilegust.

Ég var líka mikið búinn að velta fyrir mér hvernig væri best að ferðast með farangurinn minn. Það var tvennt sem kom til greina. Klassík ferðataska með fullt af plássi. Eða minimal farangur í bakpoka. Ég var búinn að velta þessu heilmikið fyrir mér. Horfði svona sjálfkrafa á ferðatöskuna. Einfalt að pakka niður og nóg pláss fyrir allt sem mér dytti í hug að kaupa á leiðinni. En svo fékk ég símtal í gærkvöldi. Skipti um skoðun. Hafði nefnilega séð að það gæti verið erfitt að vera með ferðatösku í Tokyo. Þegar í ljós kom að svipað myndi gerast í Tælandi. Þá ákvað ég að taka þetta á minimal. Ef ég skipti um skoðun, þá er einfalt að kaupa tösku. Flóknast var eiginlega að koma vélinni minni fyrir. Ekki alveg nógu ánægður með hvernig til tókst. Ætla að kíkja eftir litlum bakpoka sem ég get stungið henni ofan í.

Svo þarf ég að huga að sólarvörn, flugnafælu og ýmsu smálegu sem ég átti ekki til þegar ég var að pakka. Hef smá tíma hérna í London til að ganga frá því. Næsti séns í flug er eftir tæpa 2 tíma.

Ummæli

Vinsælar færslur