Ástralir eru í sérflokki

Ég fékk allt í einu þá hugmynd að halda í langferð. En er að komast að því að svoleiðis þarf langan undirbúning. Það þarf nefnilega vegabréfsáritanir til þess að komast til sumra landa. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráðum þessara landa hef ég komist að því að svoleiðis tekur vikur. Ef mig langar til að heimsækja Indland þá tekur það lágmark viku fyrir sendiráðið að klára málið. Flest lönd taka sér þetta sem lágmark. Sem þýðir að ég þyrfti nokkrar vikur í að undirbúa þetta. Sérstaklega ef ég ætla að heimsækja fleiri en eitt land. Ástralía er nokkuð sér á báti með þetta þó. Þar get ég farið hefðbundnu leiðina. Eða einfaldlega sótt um þetta rafrænt í gegnum Netið. Snillingar í Astralíu.

Ummæli

Vinsælar færslur