Velkominn í Kyoto
Kyoto tók vel á móti mér. Ég er auðvitað mállaus hérna. Eitthvað leit ég út fyrir að vera týndir á lestarstöðinni, því þar rölti til mín fólk, spurði að hverju ég væri að leita og rétti mér kort af borginni og upplýsingar um útsýnisferðir. Sögðu mér síðan hvar upplýsingar fyrir ferðafólk væri á stöðinni. Þegar ég kom þangað var mér vísað á upplýsingamiðstöð fyrir útlenda ferðamenn. Sem er ekki auðfundin. Tók eftir því að það voru fleiri að rölta þennan sama hring. Hér er nefnilega allt fullt af ferðafólki. Bæði innlendu og erlendu. Hvort tveggja auðþekkjanlegt. Því Kyoto er borg sem allir japanskir skólakrakkar heimsækja í það minnsta einu sinni. Svo hér er allt krökt af krökkum í skólabúningum. Hér líka fullt af útlendingum. Það er auðvelt að sjá okkur. Við stöndum alveg upp úr. Japanir eru ekki mjög hávaxið fólk. Þess vegna eru innréttingar inn á veitingastöðum hér ekki alveg fyrir fullvaxna vesturlandabúa. Sem er svolítið fyndið á köflum. Til dæmis í strætó. Ég tek næstum 2 sæti og fer þó ekkert svakalega mikið fyrir mér. En það er ekkert skrítið þó hér sé allt fullt af ferðafólki. Því þó Kyoto virki við fyrstu sín eins og hver önnur stór borg, þá eru hér stórkostleg hof. En komum að því aðeins seinna. Ég fór sem sagt inn á upplýsingamiðstöðina og fékk gistingu á Ryokan.
Ryokan eru svona hefðbundin japönsk gistihús. Þú þarft að fara úr skónum áður en þú gengur inn í húsið. Það eru engin rúm, heldur bara dýnur og svo er sameiginlegt bað. Sem er dáldið athyglisvert. Maður fer sem sagt fyrst í sturtu og þvær sér. Síðan er hugmyndin sú að fara ofan í baðið og láta fara vel um sig. Bara allir saman í baði. Svona eins og að fara saman í heitan pott og engin sundföt. Ég hafði vonast til að komast inn á stað sem myndi bjóða allan pakkann, þeas. japanskan morgunmat og jafnvel kvöldmat, en fólkið á upplýsingamiðstöðinni sagði mér að ég væri bara heppinn að fá inni einhvers staðar. Það væri mikið af ferðafólki í Kyoto. Sem kemur ekki á óvart. Það var líka hætt að rigna og var raunar ljómandi gott veður. Sem varð bara betra í dag. Í dag var 25 stiga hiti, glampandi sól og alveg hreint ótrúlegt að skoða sig um hérna.
Því hér var ekki hent sprengjum í Seinni Heimstyrjöldinni. Ólíkt mörgum öðrum japönskum borgum, þá segir sagan að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að hlífa borginni vegna allra þeirra menningarverðmæta sem hér eru. En hún hafi verið meðal þeirra 3 borga sem komu til greina sem skotmark þegar þeir vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Japan. Kannski verið reynslan frá Dresden. Vegna þessa og vegna þess að hér bjó keisarinn þá eru hér ótrúleg menningarverðmæti. Fullt af Unesco vernduðum stöðum sem eru hver öðrum ótrúlegri. Ég skoðaði til dæmis eina af stærstu tré byggingum í heimi í dag. Mögnuð bygging. Þegar verið var að byggja hana, þá voru ofin reipi úr manshári (sem enn er til sýnis) til þess að lyfta upp burðabitum í bygginguna, því hefðbundin efni voru einfaldlega ekki nægilega sterk. Annað hof sem ég sá var allt gyllt og ég fór í maga Búdda á einum stað. Þar er sagt að sá sem er með hreint hjarta muni fá ósk sína uppfyllta. Drakk líka vatn úr heilsulind þar sem ég á líka að geta fengið ósk uppfyllta. Kveikti á kerti við hof eldguðs sem átti að tryggja mér góða lukku í ferðalaginu. Fékk meira að segja góða spá þegar ég náði mér í spá þar við hliðina á.
“Your Fortune: Very Good.
Everything will go well in time as you wish. Try to reflect yourself in the mirror of your mind and behave yourself, or you will have family problems. Especially don’t get absorved [sic] in Love.”
Reyndar stóð svo síðar í sömu spá varðandi ferðalög “All right if you have good company.” Sem ég hef verið heppinn með hingað til. Bæði tók vinkona mín á móti mér í Tokyo og svo couchsurfing félagi sem var svo elskuleg að gefa sér tíma til að draga mig með sér í kvöldmat í gærkvöldi. Þar sem ég smakkaði í fyrsta skipti Japanska pizzu. Sem var athyglisvert og skemmtilegt. Held samt að ég þjáist svolítið af ferðaþreyttu og tímamismun. Sem gerir það að verkum að mér líður ekkert alveg nógu vel á kvöldin. Er reyndar vaknaður (hingað til í það minnsta) eldsnemma, en svo á kvöldin þá verður þetta svolítið erfitt. Enda þá hánótt heima á Íslandi. En þetta var samt mjög skemmtilegt og ég fékk sýnishorn af Kyoto sem ég er alveg viss um að ég hefði ekki fundið upp á eigin spýtur. Málið var nefnilega að ég steingleymdi að kaupa ferðahandbækur eins og ég hafði ætlað mér í London. Hér í Japan hef ég ekki fundið neitt á ensku. Smá mistök. Vona nú samt að ég finni kannski eitthvað út á Narita (flugvellinum í Tokyo) áður en ég fer til Hong Kong og svo áfram, en annars er ég líka duglegur að leita og finna eitthvað á Netinu. En það jafnast samt ekkert á við það fá smá innsýn frá þeim sem búa á staðnum. Þannig lærði ég að drekka japanskt grænt te í dag með aðstoð frá innfæddum. Fór á alvöru tehús og fékk alvöru japanskt grænt te. Sem er magnaður drykkur. Sem er notaður í næstum allt hérna. Hægt að fá ís á Macdonalds með grænu te.
En það er alveg ljóst að hver sá sem fer til Japan ætti að kíkja við í Kyoto. Kannski það geri það flestir sem hingað koma. Svona miðað við hversu margir við erum hér útlendingarnir. Ég rölti með hóp frá Ísrael í gegnum eitt hofið. Leiðbeindi tveimur konum frá Ástralíu í öðru. Hér á gistihúsinu eru flestir gestir útlendingar held ég. En þrátt fyrir það er hér líka svo mikið af Japönum að mér leið aldrei eins og þetta væri eitthvað túrista. Fólkið stoppaði við hofin og sagði einhverjar bænir. Maður á að henda 100 yen ofan í kassa sem er fyrir framan, hringja bjöllu og svo segir maður eitthvað. Hvort það eru óskir eða bænir veit ég ekki alveg. En það fór ekkert á milli mála að þetta var alveg alvöru. Hér eru líka ótrúlega margir á hjólum. Það er virðist vera sniðugur ferðamáti. Mér var ráðlagt að fá mér hjól og hjóla á milli staða sem ég ætlaði að heimsækja. En miðað við hversu þreyttur ég var eftir allt rölt dagsins, þá er ég ekkert viss um að það hefði verið gæfulegt.
Ryokan eru svona hefðbundin japönsk gistihús. Þú þarft að fara úr skónum áður en þú gengur inn í húsið. Það eru engin rúm, heldur bara dýnur og svo er sameiginlegt bað. Sem er dáldið athyglisvert. Maður fer sem sagt fyrst í sturtu og þvær sér. Síðan er hugmyndin sú að fara ofan í baðið og láta fara vel um sig. Bara allir saman í baði. Svona eins og að fara saman í heitan pott og engin sundföt. Ég hafði vonast til að komast inn á stað sem myndi bjóða allan pakkann, þeas. japanskan morgunmat og jafnvel kvöldmat, en fólkið á upplýsingamiðstöðinni sagði mér að ég væri bara heppinn að fá inni einhvers staðar. Það væri mikið af ferðafólki í Kyoto. Sem kemur ekki á óvart. Það var líka hætt að rigna og var raunar ljómandi gott veður. Sem varð bara betra í dag. Í dag var 25 stiga hiti, glampandi sól og alveg hreint ótrúlegt að skoða sig um hérna.
Því hér var ekki hent sprengjum í Seinni Heimstyrjöldinni. Ólíkt mörgum öðrum japönskum borgum, þá segir sagan að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að hlífa borginni vegna allra þeirra menningarverðmæta sem hér eru. En hún hafi verið meðal þeirra 3 borga sem komu til greina sem skotmark þegar þeir vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Japan. Kannski verið reynslan frá Dresden. Vegna þessa og vegna þess að hér bjó keisarinn þá eru hér ótrúleg menningarverðmæti. Fullt af Unesco vernduðum stöðum sem eru hver öðrum ótrúlegri. Ég skoðaði til dæmis eina af stærstu tré byggingum í heimi í dag. Mögnuð bygging. Þegar verið var að byggja hana, þá voru ofin reipi úr manshári (sem enn er til sýnis) til þess að lyfta upp burðabitum í bygginguna, því hefðbundin efni voru einfaldlega ekki nægilega sterk. Annað hof sem ég sá var allt gyllt og ég fór í maga Búdda á einum stað. Þar er sagt að sá sem er með hreint hjarta muni fá ósk sína uppfyllta. Drakk líka vatn úr heilsulind þar sem ég á líka að geta fengið ósk uppfyllta. Kveikti á kerti við hof eldguðs sem átti að tryggja mér góða lukku í ferðalaginu. Fékk meira að segja góða spá þegar ég náði mér í spá þar við hliðina á.
“Your Fortune: Very Good.
Everything will go well in time as you wish. Try to reflect yourself in the mirror of your mind and behave yourself, or you will have family problems. Especially don’t get absorved [sic] in Love.”
Reyndar stóð svo síðar í sömu spá varðandi ferðalög “All right if you have good company.” Sem ég hef verið heppinn með hingað til. Bæði tók vinkona mín á móti mér í Tokyo og svo couchsurfing félagi sem var svo elskuleg að gefa sér tíma til að draga mig með sér í kvöldmat í gærkvöldi. Þar sem ég smakkaði í fyrsta skipti Japanska pizzu. Sem var athyglisvert og skemmtilegt. Held samt að ég þjáist svolítið af ferðaþreyttu og tímamismun. Sem gerir það að verkum að mér líður ekkert alveg nógu vel á kvöldin. Er reyndar vaknaður (hingað til í það minnsta) eldsnemma, en svo á kvöldin þá verður þetta svolítið erfitt. Enda þá hánótt heima á Íslandi. En þetta var samt mjög skemmtilegt og ég fékk sýnishorn af Kyoto sem ég er alveg viss um að ég hefði ekki fundið upp á eigin spýtur. Málið var nefnilega að ég steingleymdi að kaupa ferðahandbækur eins og ég hafði ætlað mér í London. Hér í Japan hef ég ekki fundið neitt á ensku. Smá mistök. Vona nú samt að ég finni kannski eitthvað út á Narita (flugvellinum í Tokyo) áður en ég fer til Hong Kong og svo áfram, en annars er ég líka duglegur að leita og finna eitthvað á Netinu. En það jafnast samt ekkert á við það fá smá innsýn frá þeim sem búa á staðnum. Þannig lærði ég að drekka japanskt grænt te í dag með aðstoð frá innfæddum. Fór á alvöru tehús og fékk alvöru japanskt grænt te. Sem er magnaður drykkur. Sem er notaður í næstum allt hérna. Hægt að fá ís á Macdonalds með grænu te.
En það er alveg ljóst að hver sá sem fer til Japan ætti að kíkja við í Kyoto. Kannski það geri það flestir sem hingað koma. Svona miðað við hversu margir við erum hér útlendingarnir. Ég rölti með hóp frá Ísrael í gegnum eitt hofið. Leiðbeindi tveimur konum frá Ástralíu í öðru. Hér á gistihúsinu eru flestir gestir útlendingar held ég. En þrátt fyrir það er hér líka svo mikið af Japönum að mér leið aldrei eins og þetta væri eitthvað túrista. Fólkið stoppaði við hofin og sagði einhverjar bænir. Maður á að henda 100 yen ofan í kassa sem er fyrir framan, hringja bjöllu og svo segir maður eitthvað. Hvort það eru óskir eða bænir veit ég ekki alveg. En það fór ekkert á milli mála að þetta var alveg alvöru. Hér eru líka ótrúlega margir á hjólum. Það er virðist vera sniðugur ferðamáti. Mér var ráðlagt að fá mér hjól og hjóla á milli staða sem ég ætlaði að heimsækja. En miðað við hversu þreyttur ég var eftir allt rölt dagsins, þá er ég ekkert viss um að það hefði verið gæfulegt.
Ummæli