Bið í SIN

Fastur á flugvellinum í Singapore í klukkutíma bið eftir því að Thai ákveði hvort ég komist með. Þetta er ókosturinn við þessa aðferð við að ferðast. Sem ég á svo sem ekki eftir að kynnast mikið meir. Frá og með haustinu, þá ferðast ég bara með sama hætti og aðrir. Það var ákveðin hluti af vinnuleitarferlinu mínu að ákveða hvort ég ætlaði að halda áfram á sama sviði og ég hafði verið í. Það er að segja ferðamálum. Ég ákvað að það væri kominn tími til að skipta um svið, þó raunar verði ég áfram að starfa við svipaða hluti. Bara ekki fyrir sömu atvinnugrein. En það er snilld að geta setið með fartölvuna sína á flugvelli og komist á netið fyrir ekki neitt. Þetta kunna þeir í Singapore. Ódýrt að ferðast og frítt net. En á móti kemur dýrasti bjór utan Íslands og fyrir rauðvínsdrykkjufólk er þetta bara ferlegt. Flaska af sæmilegu Áströlsku víni á veitingastaðnum þar sem ég stoppaði stutt við í gær á, lagði sig á 5000 krónur. Verður gaman að bera þetta saman við verðlagið í Tælandi. Í heild þá fannst mér Singapore svolítið eins og “Asía Light” og gæti alveg ímyndað mér að ef maturinn væri ekki svona ferlega góður hérna þá mætti nota slagorðið “less filling, but great taste” fyrir hana. Það vantaði neon skiltin, mannmergðina og þetta óáþreifanlega eitthvað sem ég fann í Hong Kong. 2 dagar reyndust nægur tími fyrir Singapore.

Ummæli

Vinsælar færslur