Ævintýrið hefst

Ég vona að þið eigið ekki eftir að sakna mín of mikið. Þessa daga sem ég mun ekki verða í sambandi. Því nú er komið í að því sem ég hef verið að tala um hérna undanfarna mánuði. Heimsóknin á Hornstrandir.

Þessi ferð hefur verið undirbúin betur en nokkur önnur sem ég hef komið nálægt. Það hafa líka sumir ferðafélagana komið um nokkuð langan veg til að taka þátt í ævintýrinu. Því miður komust ekki allir með. En ég er viss um að við sem förum eigum eftir að muna eftir þessu. Því þrátt fyrir miklar fórnir. Þá er eins og veðurspáguðirnir hafi ákveðið að stríða okkur. Það lítur sem sagt út fyrir að einmitt þessa helgi ætli að bresta á með blíðu hér á suðvesturhorninu. En hvað er svo sem að marka þessar veðurspár. Þið megið samt endilega hugsa sól og blíu á Hornstrandir.

Einmitt vegna þess að spáin er ekkert sérstök, þá verður þetta meira ævintýri. Á tímabili í dag þá hélt ég meira að segja að við myndum hreinlega leggja árar í bát. En við erum of mikið ævintýrafólk til þess. Eins og sú sem lengst að er komin orðaðið það - ég er búin að undirbúa mig andlega í þetta og auðvitað förum við. Sem var akkúrat það sem ég þurfti að heyra í dag. Á morgunn hefst ferðin. Sem tekið hefur smávægilegum breytingum. Við ákváðum sem sagt að fresta för okkar í Hornvík fram á föstudagsmorgunn. Losna þannig líklega við einn rigningardag á Hornströndum. Því líklega mun veðrið skána eitthvað er kemur fram á helgina. Svo okkur þótt rétt að bíða aðeins. Sérstaklega þegar í ljós kom að það er aukaferð í Hornvík á föstudeginum. Allt mjög heppilegt. Svo núna lítur planið svona út.

Förum til Ísafjarðar 5 júlí. Förum í Hornvík að morgni 7. júlí og göngum beint þaðan yfir í Hlöðuvík. Þann 8. júlí ætlum við síðan að ganga frá Hlöðuvík yfir á Hesteyri. Það gæti tekið lengri tíma en við ætlum, en ef allt gengur eftir (samkvæmt áætlun) þá ætlum við að fara 9. júlí frá Hesteyri yfir í Aðalvík. Þar höfum við áætlun um að stoppa í einn dag og taka svo bátinn frá Aðalvík þriðjudaginn 11. júlí. Svo ég á von á því að láta í mér heyra upp úr því.

Ef þið sjáið fréttir af týndum ferðalöngum á Hornströndum. Þá er rétt að taka það fram að við erum búin með GPS tæki, Irridium síma, kortum, áttavita, mat fyrir viku og útivistarbúnaði sem ætti að virka. Svo við ættum ekki að lenda í neinum vandræðum. En góðar óskir og velvild (ekki gleyma líka að hugsa sól á Hornstrandir) koma sér ævinlega vel. Sjáumst eftir ævintýrið.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
góða ferð og gangi ykkur vel:)
Nafnlaus sagði…
Oh, Simmi, góða skemmtun. Vildi óska að ég væri í hópnum.

Vinsælar færslur