Íslenska Lost tengingin
Það hefur verið rólegra hjá mér á mánudagskvöldum síðan Lost hætti. Ég verð alveg að viðurkenna að mér finnast þetta frábærir þættir. Fannst síðari þáttaröðin jafnvel skemmtilegri en sú fyrri. Veit að það eru fjölmargir sem hafa gefist upp. En fyrir okkur sem virkilega þekkjum inn á góða SciFi sögu, þá eru þetta yndislegir þættir. Það er hins vegar ekki víst að allir hafi áttað sig á tengslum þessara þátta við Ísland.
Ég veit auðvitað að þetta gerist í Kyrrahafinu. En það er bara verið að gera miklu meira í kringum þessa þætti en að sýna þá í sjónvarpinu. Disney hefur nefnilega náð Netinu. Svo nú eru í gangi fullt af skemmtilegum hlutum þar. Því það hefur verið búið til “alternative reality” svona sýndarheimur þar sem allt sem gerist í Lost, virðist vera til. Eða svo gæti maður haldið.
Þannig hefur til dæmis flugfélagið Oceanic Airlines greinilega haldið úti öflugu vefsetri. Þó flugslysið þar sem flug 815 hvarf á Kyrrahafinu hafi greinilega sett rekstur þess á hliðina. Nú er rétt að taka það fram, að ef þú hefur ekki fylgst með Lost. Þá skaltu ekki lesa mikið lengra. Ekki í það minnsta ef þú hefur einhvern áhuga á því að vita ekki eitthvað um þættina. En það skemmir stundum fyrir. Raunar eru æði margir hlutir sem gerðust á fyrsta árinu í Lost sem ekki hafa verið ennþá útskýrðir. Svo það er nóg eftir fyrir þriðja árið. Sem á eflaust eftir að vera spennandi.
The Hanso Foundation hefur leikið stórt hlutverk núna á öðru árinu. Margt af því sem fundist hefur á eyjunni virðist nefnilega tengjast þessari dularfullu stofnun. Sem líka á sér óvini. Sem hafa verið að ráðast á vefsvæði stofnunarinnar, með þeim afleiðingum að því hefur verið lokað. En reyndar er ennþá hægt að finna opna útgáfu. Þau virðast vera í það minnsta 2 í þessu. Annars vegar DJ Dan – sem virðist vera í einhverjum útistöðum við Dr Thomas Mittelwerk sem er einmitt forstjóri og tæknifræðingur The Hanso Foundation. Hins vegar er Rachel Blake sem hefur einmitt verið að ferðast að undanförnu og komið til Íslands. Hér tengist Ísland einmitt við Lost. Því eins og sjá má á atvinnutækifærum hjá The Hanso Foundation þá vantar þeim einmitt starfsfólk í Vík á Íslandi. Ef eitthvað er marka það sem hún Rachel hefur komist að, þá er ekki endilega allt sem sýnist hvað varðar The Hanso Foundation. Sem starfar raunar á mörgum mismunandi sviðum eins og t.d. að aðstoða fólk við ættleiðingar. En í Vik virðist eitthvað undarlegt vera í gangi eins og sést á þessu myndbandi sem Rachel hefur sett út á Netið. Það lítur sem sagt allt út fyrir að þetta tengist einhverjum stærðfræði kenningum sem eru þekktar undir nafninu Valenzetti jafnan. En um hana hefur rithöfundurinn Gary Troup einmitt skrifað. Sem líka skrifaði Bad Twin og var farþegi í flugi 815 sem hvarf á Kyrrahafinu 2004. Þú getur meira að segja hlustað á hluta úr bókinni. Hvað er svo málið með gulu Labrador hundana?
Já, það er sko nóg í gangi. Namaste
Ég veit auðvitað að þetta gerist í Kyrrahafinu. En það er bara verið að gera miklu meira í kringum þessa þætti en að sýna þá í sjónvarpinu. Disney hefur nefnilega náð Netinu. Svo nú eru í gangi fullt af skemmtilegum hlutum þar. Því það hefur verið búið til “alternative reality” svona sýndarheimur þar sem allt sem gerist í Lost, virðist vera til. Eða svo gæti maður haldið.
Þannig hefur til dæmis flugfélagið Oceanic Airlines greinilega haldið úti öflugu vefsetri. Þó flugslysið þar sem flug 815 hvarf á Kyrrahafinu hafi greinilega sett rekstur þess á hliðina. Nú er rétt að taka það fram, að ef þú hefur ekki fylgst með Lost. Þá skaltu ekki lesa mikið lengra. Ekki í það minnsta ef þú hefur einhvern áhuga á því að vita ekki eitthvað um þættina. En það skemmir stundum fyrir. Raunar eru æði margir hlutir sem gerðust á fyrsta árinu í Lost sem ekki hafa verið ennþá útskýrðir. Svo það er nóg eftir fyrir þriðja árið. Sem á eflaust eftir að vera spennandi.
The Hanso Foundation hefur leikið stórt hlutverk núna á öðru árinu. Margt af því sem fundist hefur á eyjunni virðist nefnilega tengjast þessari dularfullu stofnun. Sem líka á sér óvini. Sem hafa verið að ráðast á vefsvæði stofnunarinnar, með þeim afleiðingum að því hefur verið lokað. En reyndar er ennþá hægt að finna opna útgáfu. Þau virðast vera í það minnsta 2 í þessu. Annars vegar DJ Dan – sem virðist vera í einhverjum útistöðum við Dr Thomas Mittelwerk sem er einmitt forstjóri og tæknifræðingur The Hanso Foundation. Hins vegar er Rachel Blake sem hefur einmitt verið að ferðast að undanförnu og komið til Íslands. Hér tengist Ísland einmitt við Lost. Því eins og sjá má á atvinnutækifærum hjá The Hanso Foundation þá vantar þeim einmitt starfsfólk í Vík á Íslandi. Ef eitthvað er marka það sem hún Rachel hefur komist að, þá er ekki endilega allt sem sýnist hvað varðar The Hanso Foundation. Sem starfar raunar á mörgum mismunandi sviðum eins og t.d. að aðstoða fólk við ættleiðingar. En í Vik virðist eitthvað undarlegt vera í gangi eins og sést á þessu myndbandi sem Rachel hefur sett út á Netið. Það lítur sem sagt allt út fyrir að þetta tengist einhverjum stærðfræði kenningum sem eru þekktar undir nafninu Valenzetti jafnan. En um hana hefur rithöfundurinn Gary Troup einmitt skrifað. Sem líka skrifaði Bad Twin og var farþegi í flugi 815 sem hvarf á Kyrrahafinu 2004. Þú getur meira að segja hlustað á hluta úr bókinni. Hvað er svo málið með gulu Labrador hundana?
Já, það er sko nóg í gangi. Namaste
Ummæli
(hef fylgst með þessum þáttum af áhuga, en finnst ömurlegt þegar þáttaröðin endar, alltaf á klettalafi)