Ætli það sé ekki rigningin

Sem gerði það að verkum að ég er ekki uppfullur af gleði í dag. Ekki svo að skilja að ég sé eitthvað sérlega dapur. Nei, það er nú ekki svo. Heldur hitt að ég er eitthvað að missa af jákvæðu hlutunum í lífinu. Tek betur eftir hlutskipti þeirra sem búa í Mið Austurlöndum eða Uzbekistan heldur en einhverju skemmtilegu í næsta nágrenni. Sem er auðvitað bara rugl.

Svo ég ætla að rífa mig upp úr þessu. Hef fengið þá flugu í höfuðið að vakna eldsnemma í fyrramálið (lesist f.h.) og klifra upp á Botnsúlur. Held að það sé gott dagsverk. Verð samt að hafa einhverja góða göngufélaga með mér. Svo lofthræðslan drepi mig ekki.  Hún á það nefnilega til að gera mig  ófærann um að klára alveg alla leið upp á  þessum fjöllum. Sem mér finnst ekki nógu skemmtilegt. 

Man ekki hvort ég hef minnst á það hér áður, en þessi fælni mín hefur farið verulega versnandi. Veit ekki hvort það aldurinn. Eða hvað það er. En þetta eru stundum átök upp á fjöllum. Hef samt tekið þá ákvörðun að það sé betra að hætta við. En enda fastur upp á fjöllum. Sem mér skilst að geti komið fyrir. Þá hreinlega kemst fólk hvorki lönd né strönd. Ég myndi til dæmis ekki vilja fara út að borða á þessum stað. En annars finnst mér ágætt að hafa fengið svona eins og eina fælni. Það er ekki eins og maður sé að spila með ef maður er ekki með fælni og einhvert ofnæmi.

Læt þetta vera nóg um fælnir. Hlakka til að sjá þessa mynd. The Black Dahlia. Auglýsingin minnir mig eitthvað svo á aðrar góðar myndir. Læt þetta duga í bili.

Ummæli

Vinsælar færslur