Sumarfrí á enda

Eins og alltaf þá var fríið of stutt. Ég náði ekki að afreka öllu því sem var á listanum yfir hluti sem áttu að gerast á þessum vikum. Kannski ekki nokkur von til þess í upphafi. En þetta frí leið óskaplega hratt. Ég þarf vart að taka fram hvað bar hæst. Ef það hefur farið framhjá einhverjum það var það ævintýrið á Hornströndum. Sem var svo skemmtilegt að ég er strax farinn að hugsa um næsta sumar á Hornströndum.

En þó Hornstrandir hafi verið mesta ævintýrið, þá var það ekki það eina sem ég gerði í sumarfríinu mínu. Ég hafði til dæmis ein sett mér að koma hluta af íbúðinni minni í betra stand. Það tókst svona að mestu leiti. Ég átti líka nokkra leti daga í kjölfarið á Hornströndum. Fannst ég bara alveg eiga þá inni. Mér tókst líka að ganga á bæði Helgafellið og Móskarðshnjúka. Kannski getað orðið lengri afrekaskrá hvað það varðaði. En það var bara eins og ég hefði fengið svo góða útrás fyrir göngur á Hornströndunum að það var ekki fyrr en núna allra síðustu daga að mér fór að langa í göngur aftur.

Ég naut þess annars að vera í fríi. Fannst gott að gefa mér frí frá vinnu. Leggjast í góðar bækur. Slaka á í góða veðrinu sem kom svona um það bil þegar ég var hálfnaður með þessar vikur sem ég var að taka mér í frí. Það var eitthvað óskaplega notalegt að geta slakað á með góðri bók. Góða veðrið sá til þess að ég gat meira að segja setið úti við lesturinn. Eitthvað sem hefur verið sorglega erfitt framan af sumri. En eins og allir góðir hlutir þá endar þetta frí víst í dag. Á morgunn tekur við hefðbundinn vinna. En ég á nú samt einhverja daga eftir. Sumarið ekki runnið á enda og mig grunar að ég eigi eftir að taka mér einhverjar daga í sumar og njóta þess að liggja inn í tjaldi. Veit að mér verður ekki kalt. En þetta leið ferlega hratt.

Ummæli

Vinsælar færslur