Já, við skulum hafa áhyggjur af ungdómnum

Ég hef verið að finna nokkra skemmtilega hluti á Netinu. Einu sinni sem oftar. Sumt af þessu er bara svo fyndið og skemmtilegt að ég eiginlega verð að benda ykkur á það. Eitt af því allra fyndnasta sem ég kíki stundum á eru bútar af The Daily Show. Í þetta skipti er verið að ræða um eitt mesta vandamál sem við nútímafólkið búum við. Eitthvað sem er að ganga að ungdómnum dauðum. Eða svo gæti maður haldið. Kíkið á umræðuna. Þetta er vel þess virði.
YouTube - The Daily Show -when politicians talk about games-

Ummæli

Vinsælar færslur