Letilíf

Ég er latur. Sérstaklega núna þegar ég er í sumarfríi. Raunar er ég með langan lista af verkefnum sem ég ætla mér að klára í sumarfríinu. Sem ég er hræddur um að eigi ekki eftir að styttast neitt óskaplega mikið. Mér finnst eiginlega bara skemmtilegt að vera svolítið latur þessa dagana. Finnst eins og ég eigi það inni. Svo ég sef lengur en venjulega. Geri minna. Er meira að segja í fríi frá Hress. Þetta má alveg.

Annars er ég að lesa bráðskemmtilega ferðasögu. The Lost Continent eftir Bill Bryson. Mæli með henni. Góð sumarlesning.  Er með nokkuð  góðan bunka sem ég  ætlaði að klára í sumarfríinu. Næ því vonandi fyrir lok ársins 2007.

Ummæli

Vinsælar færslur