Hvað er til ráða?
Ég fékk algjöran miðvikublús í dag. Kannski voru það leiðindin yfir því að vera kominn heim eftir fríið. En reyndar fannst mér eitthvað svo notalegt líka að koma heim, að ég held ekki að það hafi verið ástæðan. Þoli heldur ekki að vera svona kvefaður. Eitt af mínum bestu ráðum við miðvikublúsum (og reyndar blúsum almennt) er nefnilega að hreyfa mig. Koma blóðinu á hreyfingu. Hvort sem er í gegnum jóga eða í líkamsræktinni. En þegar maður er svo kvefaður að maður getur varla talað, þá er erfitt að hreyfa sig. Þetta kvef er líka vont kvef. Hóstinn er óþægilegur og það er næstum eins og slím hafi fyllt hverja holu í hausnum á mér. Samt er ég ekki svo slappur að ég liggi heima. Er eiginlega bara furðu hress. Veit samt að ég þarf að drekka nóg af vökva og slaka á. Þá verð ég búinn að ná mér eftir viku. Minnir að það sé daga fjöldinn sem það tekur að læknast af kvefi. En finnst samt alltaf eins og mitt kvef sé tvöfalt lengur að læknast. Eða finnst það í dag.
Mig bráð vantar eitthvað sem gleður sálina og lyftir manni upp án þess að ég þurfi að svitna. Kannski ég ætti að gleypa súkkulaði. Það er víst næstum því eins og geðlyf. En það er víst ekki góð hugmynd að nota mat þannig. En súkkulaði er alltaf gott. Svo ég fæ mér smá. Er líka ennþá að bíða eftir nýja sófanum mínum. Komst að því að verslunin sem ég keypti sófann er í er lokuð. Til allrar hamingju ekki til frambúðar, heldur vegna breytinga. En á meðan þá er ekki svarað í síma. Í það minnsta ekki þegar ég hringi. Þoli ekki að þurfa að bíða svona. Held ég hafi einhvern tíma sagt frá því hér að ég veit fátt verra. Eitt það versta í heimi er að bíða án þess að vita hvenær biðin tekur enda.
Þið hljótið að hafa lent í þessu. Lækna og tannlæknabiðstofur er helstu staðir þar sem maður upplifir þetta. En það er samt bara hátíð miðað við það að bíða eftir einhverjum vörum sem maður veit ekki hvenær birtast. Ég er t.d. ennþá að bíða eftir dagatalinu sem ég pantaði mér. Kannski að þetta sé eitthvað hint. Verið að kenna mér þolinmæði. Hvað haldið þið feimnu vinir mínir? Er ég svo óþolinmóður venjulega að ég þurfi á kennslustund í þolinmæði að halda? Svo get ég varla tjáð mig þessa dagana nema í gegnum þennan miðil. Ekki samt eins og ég sé að drukkna í símtölum fyrir utan vinnuna. En samt. Og endilega komið með hugmyndir að góðum aðferðum við að vinna á blúsnum.
Mig bráð vantar eitthvað sem gleður sálina og lyftir manni upp án þess að ég þurfi að svitna. Kannski ég ætti að gleypa súkkulaði. Það er víst næstum því eins og geðlyf. En það er víst ekki góð hugmynd að nota mat þannig. En súkkulaði er alltaf gott. Svo ég fæ mér smá. Er líka ennþá að bíða eftir nýja sófanum mínum. Komst að því að verslunin sem ég keypti sófann er í er lokuð. Til allrar hamingju ekki til frambúðar, heldur vegna breytinga. En á meðan þá er ekki svarað í síma. Í það minnsta ekki þegar ég hringi. Þoli ekki að þurfa að bíða svona. Held ég hafi einhvern tíma sagt frá því hér að ég veit fátt verra. Eitt það versta í heimi er að bíða án þess að vita hvenær biðin tekur enda.
Þið hljótið að hafa lent í þessu. Lækna og tannlæknabiðstofur er helstu staðir þar sem maður upplifir þetta. En það er samt bara hátíð miðað við það að bíða eftir einhverjum vörum sem maður veit ekki hvenær birtast. Ég er t.d. ennþá að bíða eftir dagatalinu sem ég pantaði mér. Kannski að þetta sé eitthvað hint. Verið að kenna mér þolinmæði. Hvað haldið þið feimnu vinir mínir? Er ég svo óþolinmóður venjulega að ég þurfi á kennslustund í þolinmæði að halda? Svo get ég varla tjáð mig þessa dagana nema í gegnum þennan miðil. Ekki samt eins og ég sé að drukkna í símtölum fyrir utan vinnuna. En samt. Og endilega komið með hugmyndir að góðum aðferðum við að vinna á blúsnum.
Ummæli
en mér finnst þegar maður er slappur þá eigi maður að slappa af og gera sem minnst,lesa,sofa og drekka vatn veit ekki hvaðan þú heyrðir að maður ætti að hreyfa sig-mesta lagi út að labba í rólegheitunum í rigningunni