Tölum saman

Sinn er siður í hverju landi eins og þar stendur. Þannig gæti ég byrjað pistil um þessa undarlegu hegðun fólks af ákveðnum trúflokki. Trúflokki sem fulltrúar hans hér á landi segja að standi fyrir frið, en aðrir fulltrúar þessa sama trúarflokks telja bestu leiðina til að sýna friðarást sína með því að brenna þjóðfána og sendiráð. Aðrir fulltrúar þessa sama trúarflokks telja það vera til merkis um friðarást sína og umburðarlyndi að þeir segja frjálsræðinu að fara til helvítis og telja að best færi á því þeir sem ekki hafa sömu skoðanir og þeir færu þangað líka.

Sem virðist staðfesta ýmsa þá fordóma sem við höfum gagnvart fólki af þessum ákveðna trúflokki. Sem oft á tíðum minna óþægilega á svipaðar skopteikningar og hafa birst í árana rás. Það er til dæmis athyglisvert að lesa afstöðu þeirra sem þekkja vel til þessara mál, en hafa litla sem enga ástæðu til þess að verja þennan trúflokk. Í það minnsta fannst mér þessi grein á Iranian.com sem er vefur Írana sem flúðu undan klerkastjórnina í Íran en yfirskrift vefsins er nothing is sacred með yfirskriftina When a Cartoon is Not a Cartoon afar athyglisvert innlegg í þessa umræðu.

En ég ætla mér ekki endilega að leggja mikið út af þessari umræðu. En um helgina átti ég samtal um siði í öðrum löndum. Sumstaðar tíðkast það nefnilega að fólk hittist á kaffihúsum og börum og spjalli saman um allra handa hluti. Ekki endilega við fólk sem það þekkir, heldur er siðurinn sá að það einfaldlega hittist og spjalla. Þannig á sér stað umræða meðal fólks sem ekki endilega þekkist. Hér á landi myndi maður líklegast þykkja smáskrítinn ef maður settist inn á kaffihús eða bar og tæki upp á því að spjalla við fólk sem maður þekkti lítið sem ekki neitt. En ég fæ ekki betur séð en að við höfum ekki síður þörf fyrir að tjá okkur en þetta fólk í útlöndum. Í stað þess að við hittumst á börum og veitingastöðum þá tjáum við okkur í gegnum þennan miðil. Hundruðir af bloggsíðum þar sem við segjum frá skoðunum okkar og daglegu lífi eru okkar aðferð við að eiga þetta spjall. En mikið gæti það nú verið skemmtilegt ef við gætum farið á kaffihús og átt þessar samræður þar.

Ummæli

Vinsælar færslur