Bros er betra
Fullt af skemmtilegum hlutum í gangi þessa dagana. Held bara að heimurinn sé að keppast við að koma mér upp úr skammdegisþunglyndinu. Eða ég gæti í það minnsta haldið það. En það eru ekki allir með sama húmor. Það er nokkuð ljóst. En ég kem að því seinna.
Sumir vina minna virðast hafa einhverjar áhyggjur af því að ég endi sem einstæðingur og einbúi. Í þeim tilgangi eru þeir stöðugt að benda mér að konur. Eins og til dæmis hana Önnu sem heldur úti vef og á meira að segja lénið anna.is. Þar las ég þessa yndislegu sögu úr daglega lífinu undir yfirskriftinni “Hún er Hustler stelpan!”. Þessi grein er bara tær snilld og mér leið eins og ég hefði setið á næsta borði. Trú mín á mannkynið jókst um allan helming eftir að hafa lesið þetta. Hef reyndar aldrei séð hana Önnu, veit ekkert um hana og var ekki á staðnum. En þetta var bara eitt af því í dag sem gerði daginn bjartari.
Því ég var líka sendur inn á Baggalút í dag. Sem mér finnst ekkert alltaf fyndið, en í dag fannst mér eiginlega allt fyndið sem ég sá þar. Kannski af því að hún Anna var búinn að setja húmorgenið í gang. Því stundum þarf maður að vera kominn í smá húmor stuð til þess að ná einhverju sem á að vera fyndið. En Baggalútur var alveg að hitta í mark hjá mér í dag. Ég er t.d. ekkert viss um að ég myndi alltaf hlægja að “Blökkumaður gætir fjár” eða “Helgispjöll á Bakeymslaheiði”, en í dag átti ég alveg erfitt með mig. Fannst þetta allt fyndið.
Svo er ég líka búinn að ákveða að styðja Sylvíu Nótt í Eurovison eftir að hafa heyrt frábært framlag hennar – Til hamingju Ísland – loksins, loksins að komið sé fram lag sem maður getur ekki annað en orðið stoltur af því að senda í þessa keppni. Nú verða húmoristar landsins að sameinast um að koma þessu lagi til Aþenu.
Hafi ég einhvern tíma haft gaman af því að gera grín að trúarbrögðum og vera kannski dáldið stoltur af því að vera fjórðungs Dani, þá er það núna. Í hvaða vondu málum eru menn þegar þeir geta ekki tekið gríni? Man t.d. vel eftir að Sovétmenn áttu dýrlegan svartan húmor þar sem þeir gerðu grín að sjálfum sér. Eða þegar Charlie Chaplin dró Nazista sundur og saman í háði í The Dictator. Ef við getum ekki hlegið að sjálfum okkur, þá er eitthvað mikið að. Dellan sem er í gangi hjá Islamistum sýnir það svart á hvítu hverskonar ruglukollar þetta eru. Ég hef þess vegna ákveðið að sniðganga vörur frá húmorslausum. Bendi svo að lokum á “Meiðandi myndbirting af Múhameð spámanni”
Sumir vina minna virðast hafa einhverjar áhyggjur af því að ég endi sem einstæðingur og einbúi. Í þeim tilgangi eru þeir stöðugt að benda mér að konur. Eins og til dæmis hana Önnu sem heldur úti vef og á meira að segja lénið anna.is. Þar las ég þessa yndislegu sögu úr daglega lífinu undir yfirskriftinni “Hún er Hustler stelpan!”. Þessi grein er bara tær snilld og mér leið eins og ég hefði setið á næsta borði. Trú mín á mannkynið jókst um allan helming eftir að hafa lesið þetta. Hef reyndar aldrei séð hana Önnu, veit ekkert um hana og var ekki á staðnum. En þetta var bara eitt af því í dag sem gerði daginn bjartari.
Því ég var líka sendur inn á Baggalút í dag. Sem mér finnst ekkert alltaf fyndið, en í dag fannst mér eiginlega allt fyndið sem ég sá þar. Kannski af því að hún Anna var búinn að setja húmorgenið í gang. Því stundum þarf maður að vera kominn í smá húmor stuð til þess að ná einhverju sem á að vera fyndið. En Baggalútur var alveg að hitta í mark hjá mér í dag. Ég er t.d. ekkert viss um að ég myndi alltaf hlægja að “Blökkumaður gætir fjár” eða “Helgispjöll á Bakeymslaheiði”, en í dag átti ég alveg erfitt með mig. Fannst þetta allt fyndið.
Svo er ég líka búinn að ákveða að styðja Sylvíu Nótt í Eurovison eftir að hafa heyrt frábært framlag hennar – Til hamingju Ísland – loksins, loksins að komið sé fram lag sem maður getur ekki annað en orðið stoltur af því að senda í þessa keppni. Nú verða húmoristar landsins að sameinast um að koma þessu lagi til Aþenu.
Hafi ég einhvern tíma haft gaman af því að gera grín að trúarbrögðum og vera kannski dáldið stoltur af því að vera fjórðungs Dani, þá er það núna. Í hvaða vondu málum eru menn þegar þeir geta ekki tekið gríni? Man t.d. vel eftir að Sovétmenn áttu dýrlegan svartan húmor þar sem þeir gerðu grín að sjálfum sér. Eða þegar Charlie Chaplin dró Nazista sundur og saman í háði í The Dictator. Ef við getum ekki hlegið að sjálfum okkur, þá er eitthvað mikið að. Dellan sem er í gangi hjá Islamistum sýnir það svart á hvítu hverskonar ruglukollar þetta eru. Ég hef þess vegna ákveðið að sniðganga vörur frá húmorslausum. Bendi svo að lokum á “Meiðandi myndbirting af Múhameð spámanni”
Ummæli