Spacerace
Ég er að horfa á ferlega áhugaverðan þátt frá BBC sem er verið að sýna í Sjónvarpinu í kvöld. Þetta er sem sagt þáttur um geimkapphlaupið milli Bandaríkjana og Sovétríkjana á sínum tíma. Veit ekki alveg afhverju þessi áhugi stafar, en held að það tengist því að ég var smábarn þegar okkur tókst í fyrsta skipti að koma manni á tunglið. Man eftir því að þegar ég var lítil þá átti ég Lego kubba sett sem var geimflaug. Með skotpalli og öllu saman. Sem síðan leiddi mig einhvern veginn út í að lesa ókjörin öll af vísindaskáldskap, horfa á Star Wars, Star Trek og fullt, fullt af vondum vísindaskáldsögumyndum. En mér finnst þetta ævintýri allt saman alveg ferlega merkilegt. En við hættum að senda fólk til tunglsins löngu áður en ég fermdist. Það var eins og ævintýrinu hefði lokið.
En sagan á bak við þetta er stór merkileg. Eins og sumt annað sem átti sér stað í kaldastríðinu þá var þetta keyrt áfram af sýndarmennsku. Stórveldin vildu sýna hvort öðru og öllum heiminum að þau hefðu yfir að ráða betri tækni en hinir. Sovétríkin tóku forystuna í byrjun. Komu fyrsta gervihnettinum á sporbaug, sendu fyrsta manninn út í geiminn og eflaust hafa einhverjir talið að þeir myndu hafa sigur í þessu. En það er athyglisvert að sjá það í þessum þætti hversu litlu munaði að Sovétmenn hefðu sett þetta allt á hilluna. Ekki svo að skilja að þeir hefðu ekki haldið áfram að þróa eldflaugar. Þær ætluðu þeir að nota til þess að henda sprengjum á andstæðinga. En þeir settu líka í gang afar merkilega geimferðaáætlun. Kannski ég eigi eftir að grafa upp eitthvað fleira skemmtilegt um þetta á næstu dögum.
En sagan á bak við þetta er stór merkileg. Eins og sumt annað sem átti sér stað í kaldastríðinu þá var þetta keyrt áfram af sýndarmennsku. Stórveldin vildu sýna hvort öðru og öllum heiminum að þau hefðu yfir að ráða betri tækni en hinir. Sovétríkin tóku forystuna í byrjun. Komu fyrsta gervihnettinum á sporbaug, sendu fyrsta manninn út í geiminn og eflaust hafa einhverjir talið að þeir myndu hafa sigur í þessu. En það er athyglisvert að sjá það í þessum þætti hversu litlu munaði að Sovétmenn hefðu sett þetta allt á hilluna. Ekki svo að skilja að þeir hefðu ekki haldið áfram að þróa eldflaugar. Þær ætluðu þeir að nota til þess að henda sprengjum á andstæðinga. En þeir settu líka í gang afar merkilega geimferðaáætlun. Kannski ég eigi eftir að grafa upp eitthvað fleira skemmtilegt um þetta á næstu dögum.
Ummæli