Ertu með neyðaráætlun?

Ég verð alltaf sannfærðari og sannfærðari um það að við séum flest frekar óskipulögð. Núna rétt áðan fékk ég enn frekari staðfestingu á þessu skipulagsleysi okkar, þegar ég datt inn á vef um japanskar neyðarvörur. Hvað myndum við eiginlega gera ef einhverjar alvöru hamfarir færu í gang? En annars er skemmtilegast að skoða allar þessar vörur. Kannski merkilegt að engum skuli hafa dottið í hug að reyna að bjóða eitthvað svipað hér heima. Það er kannski vegna þess að við erum svo óskipulögð að við myndum aldrei hafa fyrir því að kaupa svona vörur. Mér fannst annars stór merkilegt að hlusta á lækni segja mér um daginn að rétt væri að hamstra matvæli og koma sér upp neyðarbirgðum af mat og vatni ef fuglaflensan myndi verða að alvöru faraldri. Maður á sem sagt að eiga 4-6 vikna matarbirgðir heima.

Þetta minnir mann svolítið á umræðuna fyrir einhverjum árum. Nei, kannski það hafi bara verið á níunda áratug síðustu aldar (hljómar betur). Þá snérist þetta kannski meira um hvað við myndum gera ef til kjarnorku styrjaldar kæmi. Maður var svona nokkuð klár á því að best væri að komast sem hraðast til Keflavíkur. En svo voru aðrir sem ætluðu sér að lifa þetta allt af. Maður heyrði af stórum hópi fólks í Bandaríkjunum sem hefði látið byggja fyrir sprengjubirgi í bakgarðinum. Sumir höfðu jafnvel komið sér upp aðstöðu upp í fjöllum sem allra lengst frá mannabyggðum.  Þetta þrífst enn í dag og maður er fljótur að finna um þetta dæmi á vefnum eins og t.d. Captain Dave’s Survival Center.

En af því að ég var að tala um hluti tengda kaldastríðinu í gær, þá finnst mér við hæfi að benda á þessa frábæru náttúruafurð frá fyrrum Sovétríkjunum. Í ljós kemur að KGB þróaði vöru sem gerði njósnara þeirra ónæma fyrir drykkju og það sem meira, er kom í veg fyrir eituráhrifin sem við finnum yfirleit fyrir daginn eftir. Veit ekki hvort þetta sé satt eða logið, en annars er hitt líka fín aðferð að fá sér bara sódavatn með sítrónu og segja skál á réttum tíma. Annars fann ég hérna sérlega skemmtilega drykkjumæli. Hafir þú einhverntíma velt því fyrir þér hvernig þú stendur í drykkjunni þá mæli ég með heimsókn á Drink-o-meter.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hahahaha
hvað fékkstu útúr þessu....
ég ætla ekki að segja strax

erna

Vinsælar færslur