Ferðasaga frá London (2. hluti)
Eftir hádegi föstudaginn 17. febrúar lagði ég af stað í leit að antík. Hafði þá skipt um hótel. Málið var nefnilega að ég lagði aðeins fyrr af stað en ég hafði ætlað mér og þurfti því að bæta við auka nótt á öðrum stað en ég hafði bókað hitt. Ég mæli ekki með gistingu á Park International Hotel. Finnst það ekki vera þess virði. Hins vegar mæli ég eindregið með gistingu á NH Harrington Hall Hotel. Eini gallinn á hótelinu er að það er ekki netsamband inn á herbergjunum. Sem skýrir afhverju hér hefur ekki verið uppfært neitt af viti á meðan ég var í London. Finnst ekki nógu þægilegt að sitja í andyrinu með ferðavélina. En allt annað mælir með þessu hóteli. Bókaði eins og venjulega á lægsta verðinu í gegnum Icelandair vefinn.
Ætlunin hafði verið að finna einhverja antík yfir helgina, en það var sama hvernig ég þvældist um Camden Market. Hvergi sá ég antík. Ekki nema við værum að tala um fólkið sem hélt að það væri árið 1978. En leit samt flest út fyrir að hafa orðið til á níunda áratugnum, svo það væri þá eiginlega svona fake antík. Eða eitthvað í þá áttina. En mér tókst sem sagt ekki að finna neina skemmtilega antík í Camden. En fyrir forvitna þá er víst antík markaðurinn alveg innst inni, við Camden Lock. Sem var allt lokað og læst, í það minnsta sem ég skoðaði. Verð bara að taka mér aðra helgarferð til þess að ná einhverju. En nú var stefnan tekinn á Guilford.
Veit ekki alveg hvort þú hefur heyrt eitthvað um Guilford. En Guilford er sem sé bær fyrir utan London. Mun hafa unnið sér það helst til frægðar að atriði í Omen var tekið við dómkirkjuna í Guilford. En þetta er nú ekki merkilegasta bær á Bretlandseyjum. En góðvinur minn hefur komið sér og fjölskyldunni fyrir þarna. Hafi mér fundist það taka einhvern tíma að komast á milli staða, þá kynntist ég ókostum þess að búa í útbæjum. Ég er ekki frá því að það hafi tekið okkur hátt í 2 tíma að komast frá vinnustað félaga míns til Guilford. Við þurftum reyndar að gera smávægileg innkaup á leiðinni, en það tafði okkur nú ekki neitt ægilega. En þetta lækkaði matvörumarkaðurinn hér á Íslandi í áliti. Maður sér hversu mikið vantar upp á úrvalið og hversu langt við erum á eftir í vöruþróun. Fannst það undarlegt að það sé þægilegra að kaupa og matreiða fisk í Bretlandi en á Íslandi. Skildi Bakkavör ekki geta komið upp hliðstæðri þjónustu hér á landi? Kannski það séu innflutningshömlurnar sem gera það ómögulegt. Því svo virðist sem úrvalið af ferskri matvöru sé svo margfalt betra í Bretlandi en hér. Svo fer maður auðvitað bara að gráta þegar maður ber saman álagningu á vínum hér á landi og í Bretlandi. Þykir Bretland samt ekki sérlega ódýrt vínland. En hvernig getur staðið á því að vín sem hér heima kosta vel á annað þúsund krónur, er verið að bjóða fyrir rétt rúmlega fimm hundruð í Bretlandi?
En kvöldið leið bara allt of hratt. Með Cava og flögur í forrétt. Fiskisúpu, salat og brauð í aðalrétt. Boðið upp á ítalskt Pino Grigio með aðalréttinum. Finnst það skemmtilegt og gott vín. Er að uppgötva fullt af góðum ítölskum vínum þessa dagana. Svo fylgdi ískaka, kaffi og koníak í kjölfarið. En þá var bara langt liðið á kvöldið og ég þurfti að fara koma mér í lestina. Þá fyrst uppgötvuðum við að ég átti eftir að sitja í lestinni í einn og hálfa klukkutíma. Því síðustu lestar fara oft undarlegar leiðir á áfangastað og ég fór því í nokkuð góðan hring áður en ég endaði inn á Harrington Hall. Hafði þá fengið að kynnast föstudagsfjöri Breta með nokkuð beinum hætti. Held að við gerum stundum of lítið úr drykkusiðum okkar. Nema þessir bresku séu að versna og okkar að batna. Það er kannski ekki svo margt ólíkt með okkur, þessum tveimur eyþjóðum?
Ætlunin hafði verið að finna einhverja antík yfir helgina, en það var sama hvernig ég þvældist um Camden Market. Hvergi sá ég antík. Ekki nema við værum að tala um fólkið sem hélt að það væri árið 1978. En leit samt flest út fyrir að hafa orðið til á níunda áratugnum, svo það væri þá eiginlega svona fake antík. Eða eitthvað í þá áttina. En mér tókst sem sagt ekki að finna neina skemmtilega antík í Camden. En fyrir forvitna þá er víst antík markaðurinn alveg innst inni, við Camden Lock. Sem var allt lokað og læst, í það minnsta sem ég skoðaði. Verð bara að taka mér aðra helgarferð til þess að ná einhverju. En nú var stefnan tekinn á Guilford.
Veit ekki alveg hvort þú hefur heyrt eitthvað um Guilford. En Guilford er sem sé bær fyrir utan London. Mun hafa unnið sér það helst til frægðar að atriði í Omen var tekið við dómkirkjuna í Guilford. En þetta er nú ekki merkilegasta bær á Bretlandseyjum. En góðvinur minn hefur komið sér og fjölskyldunni fyrir þarna. Hafi mér fundist það taka einhvern tíma að komast á milli staða, þá kynntist ég ókostum þess að búa í útbæjum. Ég er ekki frá því að það hafi tekið okkur hátt í 2 tíma að komast frá vinnustað félaga míns til Guilford. Við þurftum reyndar að gera smávægileg innkaup á leiðinni, en það tafði okkur nú ekki neitt ægilega. En þetta lækkaði matvörumarkaðurinn hér á Íslandi í áliti. Maður sér hversu mikið vantar upp á úrvalið og hversu langt við erum á eftir í vöruþróun. Fannst það undarlegt að það sé þægilegra að kaupa og matreiða fisk í Bretlandi en á Íslandi. Skildi Bakkavör ekki geta komið upp hliðstæðri þjónustu hér á landi? Kannski það séu innflutningshömlurnar sem gera það ómögulegt. Því svo virðist sem úrvalið af ferskri matvöru sé svo margfalt betra í Bretlandi en hér. Svo fer maður auðvitað bara að gráta þegar maður ber saman álagningu á vínum hér á landi og í Bretlandi. Þykir Bretland samt ekki sérlega ódýrt vínland. En hvernig getur staðið á því að vín sem hér heima kosta vel á annað þúsund krónur, er verið að bjóða fyrir rétt rúmlega fimm hundruð í Bretlandi?
En kvöldið leið bara allt of hratt. Með Cava og flögur í forrétt. Fiskisúpu, salat og brauð í aðalrétt. Boðið upp á ítalskt Pino Grigio með aðalréttinum. Finnst það skemmtilegt og gott vín. Er að uppgötva fullt af góðum ítölskum vínum þessa dagana. Svo fylgdi ískaka, kaffi og koníak í kjölfarið. En þá var bara langt liðið á kvöldið og ég þurfti að fara koma mér í lestina. Þá fyrst uppgötvuðum við að ég átti eftir að sitja í lestinni í einn og hálfa klukkutíma. Því síðustu lestar fara oft undarlegar leiðir á áfangastað og ég fór því í nokkuð góðan hring áður en ég endaði inn á Harrington Hall. Hafði þá fengið að kynnast föstudagsfjöri Breta með nokkuð beinum hætti. Held að við gerum stundum of lítið úr drykkusiðum okkar. Nema þessir bresku séu að versna og okkar að batna. Það er kannski ekki svo margt ólíkt með okkur, þessum tveimur eyþjóðum?
Ummæli