Vetrarhátíð
Það er furðulegt hvað þarf stundum lítið til þess að gleðja mann. Ekkert endilega eitthvað stórkostlegt. Að minnsta kosti ekki í mínu tilfelli. Finnst til dæmis alveg stórkostlegt að við skulum en eina ferðina vera að hefja keppni í vetrar ólympíuleikunum. Eins og venjulega erum við ákveðin í því að stefna að því að vera með á leikunum. Sumar af mínum skemmtilegustu stundum hafa einmitt verið í tengslum við þessa leika. Eins og þegar við fengum fréttir af því að íslenska liðið hefði frosið fast við brautina í skíðagöngu. Eitthvað var það víst út af því að við notuðum ekki réttan áburð undir skíðin. Nú eða þegar Eddie The Eagle setti ný met í skíðastökki – sem voru víst með því styðsta sem sést hefur á leikunum. Já, nú er gleðihátíð framundan.
Reyndar er líka gleðihátíð framundan hjá mér um helgina. Því á morgunn er ætlunin að lyfta glösum með vinnufélögunum á árlegri hátíð vinnustaðarins. Sem er haldin á nýjum stað og ég býst ekki við öðru en það verði stanslaust stuð. Kannski ég geti náð að kynda upp í stuðinu með þessari frábæru hljóðblöndun – Best of Bootie 2005 – og þó, kannski stemmningin verði á aðeins öðrum nótum.
En ég er hins vegar alveg sannfærður um að það verður lyft glösum og þá getur verið gott að vita af því að Vodka er ekki drykkur sem var fyrst gerður í gær. Nei, því hafir þú ekki vitað af því, þá hafa Rússar notað þennan drykk til þess að lyfta sér upp úr vetrarmyrkrinu í rúmlega 500 ár. Og svona til þess að sýna og sanna að ég sé með þetta allt á hreinu þá er ég búinn að læra allt utan að hér.
Svo fær þessi kona alveg verðlaunin sem frumlegasti smyglari febrúar mánaðar
Reyndar er líka gleðihátíð framundan hjá mér um helgina. Því á morgunn er ætlunin að lyfta glösum með vinnufélögunum á árlegri hátíð vinnustaðarins. Sem er haldin á nýjum stað og ég býst ekki við öðru en það verði stanslaust stuð. Kannski ég geti náð að kynda upp í stuðinu með þessari frábæru hljóðblöndun – Best of Bootie 2005 – og þó, kannski stemmningin verði á aðeins öðrum nótum.
En ég er hins vegar alveg sannfærður um að það verður lyft glösum og þá getur verið gott að vita af því að Vodka er ekki drykkur sem var fyrst gerður í gær. Nei, því hafir þú ekki vitað af því, þá hafa Rússar notað þennan drykk til þess að lyfta sér upp úr vetrarmyrkrinu í rúmlega 500 ár. Og svona til þess að sýna og sanna að ég sé með þetta allt á hreinu þá er ég búinn að læra allt utan að hér.
Svo fær þessi kona alveg verðlaunin sem frumlegasti smyglari febrúar mánaðar
Ummæli