Lifað í óreiðu

Í dag hafði ég ástæðu til þess að velta fyrir mér framtíðinni. Hvernig allt er stöðugt að taka breytingum. Hversu nauðsynlegt það er fyrir mig að vera undirbúinn undir það að breyta um stefnu með litlum fyrirvara. Sem minnti mig á að tíma hugtakið eins og við þekkjum það er ungt. Man ekki hvort ég var einhvern tíma áður búinn að tjá mig um þetta, en þegar mannkynið byrjaði að skrá söguna þá leið tíminn hægt. Sem var kannski ágætt, því við urðum ekkert sérlega gömul. En tímanum var skipt í árstíðir. Klukkur voru þess vegna stórar. Fornleifafræðingar telja að hluti stórbygginga fornaldar séu í rauninni risaklukkur. Það tók okkur síðan fleiri hundruð ár að koma okkur upp sæmilega réttu tímatali. Þá erum við reyndar bara að tala um mánuði, vikur og ár sem gengu sæmilega vel upp. Iðnbyltingin færði okkur síðan tíma eins og við þekkjum hann. Sekúndur, mínútur, klukkustundir. Einstein gerði okkur síðan grein fyrir því að tíminn er afstæður og fer algjörlega eftir því hvar við stöndum. Í landbúnaðar samfélaginu snérist tíminn um árstíðir. Þess vegna eigum við svona margar hátíðir sem eru tengdar árstíðarskiptum. En ég er að velta fyrir mér framtíðinni, ekki fortíðinni.

Það eina sem ég veit um framtíðina er að hún verður ekki eins og nútíðin. Breytingar eru það eina stöðuga. Sem hljómar undarlega, en fátt er sannara. Ég veit hins vegar að okkur líður illa við breytingar. Ég er þar enginn undantekning. Það er hluti af áhuga mínum á vísindaskáldskap. Bruce Sterling orðaði það best þegar hann sagðist frekar vilja vera túristi í framtíðinni en innfæddur. Ég er samt bjartsýn á framtíðina. Alla mína tíð hefur mér fundist lítil ástæða til annars. Því í heildina hafa hlutirnir orðið betri. En þegar tímamót verða, þá skapast óvissa. Nú stend ég frammi fyrir tímamótum. Framtíðin er óljós, breytingar framundan. En það er bara eðlilegt ástand.

Ekki mín deild tónlistarlega en þetta myndband er ferlega flott.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
SimmiX - GÆTIRÐU verið meira cryptic? :-)

Kaffi fljótlega - þú ert alveg að gera mig forvitinn núna.

Vinsælar færslur