Óvænt matarboð
Þessi helgi tók óvænta stefnu á laugardaginn. Eftir hefðbundið púl á laugardagsmorguninn, þá ákvað ég að hafa samband við gamla vinkonu sem ég þóttist vita að hefði ekkert á móti því að fá heimsókn. Sem reyndist rétt og ég var boðinn velkominn í kaffi. Sem varð að rölti á Laugaveginum. Skrítið hvað maður sér Laugaveginn allt öðrum augum gangandi, en akandi og það kom mér á óvart hvað ég var að sjá mikið af nýjum búðum. Greinilega fullt í gangi á Laugaveginum og þessi gamalgróna verslunargata full af lífi. Tilgangurinn var svo sem ekki að versla, heldur vorum við meira að slaka á og rölta Laugaveginn. Kíktum síðan í Kringluna þar sem var stoppað á kaffihúsi og á þessu rötlti okkar ákváðum við að það gæti verið skemmtilegt að hittast um kvöldið og elda góðan mat. Sem var síðan bara ákveðið svona rétt um hefðbundinn matartíma og félagi okkar bætist í hópinn svo við enduðum 3 í Hafnarfirðinum í mat.
Nú ætla ég ekkert að halda því fram að ég sé einhver listakokkur, læt aðra dæma um gæði matreiðslunnar, en mér finnst hins vegar skemmtilegt að fá fólk í mat. Við höfðum náð okkur í rauðvín í Kringlunni til þess að hafa með matnum. En reyndar enduðum við í hvítvíni því ég ákvað að bjóða upp á skemmtilegan Wok rétt sem hentaði sérlega vel fyrir vinkonuna, því eina kjötið sem hún borðar (viljandi í það minnsta) er kjúklingur og þetta var sem sagt marineraður kjúklingur með fullt af grænmeti. Ef það er einhver mælikvarði á hversu vel maturinn heppnaðist, hversu vel gengur að borða, þá fannst gestunum þetta jafngott og mér, því það var lítið sem eftir stóð. Í kjölfarið var hafist handa við að smakka rauðvínið, borða osta og konfekt og kaffi. Sérlega vel heppnað held ég bara og líka skemmtilegt að þetta var einhver minnsti undirbúningur undir matarboð sem ég hef haldið, eða í það minnsta sem ég man eftir. Þarna var bara ákveðið að skella sér í innkaupaleiðangur, haldið heim og byrjað að elda. Ég hef líka gaman af því að fá fólk í mat og ég held bara að þetta hafi verið í fyrsta (en vonandi ekki síðasta) skiptið á árinu.
En eins og gengur þá vorum við í stuði eftir góðan mat og nokkur glös af rauðvíni til þess að kíkja út á lífið. Vissum af félögum í bænum og höfðum fengið nokkur símtöl þar sem forvitnast var um hvort við myndum láta sjá okkur. Það hafði nú ekkert endilega verið ákveðið, en við settum stefnuna á 101 og byrjuðum á samnefndu hóteli. Þar sem var nú gert mjög stutt stop, því við vorum varla sest þegar við komust að því að barnum hafði verið lokað. Okkur hafði bæst liðsauki á 101 og tókum stefnuna þaðan yfir á Rex, þar sem fólkið sem staðið hafði fyrir símtölunum beið. Það var öllu meiri stemming á þeim bar. Allt opið og þægilega fullt. Rakst á vinnufélaga inn á Rex og sá bara eitthvað af fólki sem ég þekkti, þó óneitanlega verði ég að segja að það er ekkert endilega gengið að því vísu að maður þekki mikið af fólki svona á röltinu. Eftir að hafa setið við á Rex, ákváðum við að kíkja á Nasa. Þar var fámennt og við stoppuðum stutt. Enduðum á því að rölta upp Laugaveginn í leit að meira fjöri og eins og venjulega þá var fólksfjöldi við flestar dyr. Einhverja hluta vegna enduðum við á Vegamótum, þar sem tónlistin var yfir meðallagi og stuð á fólki. Það reyndist vera gamal félagi sem sá fyrir tónlistinni sem útskýrði afhverju við heyrðum hvert nostalgíu lagið á fætur öðrum. Sem var alveg stemmningin fyrir okkur. Vegamót varð síðasta stoppið okkar og kom á óvart að ná leigubíl án þess að þurfa kynnast biðröðinni í Lækjargötunni. Sem setti góðan endapunkt á skemmtilegt kvöld. Það þarf varla að taka fram að Sunnudagurinn var kannski ekki alveg eins hressandi.
Nú ætla ég ekkert að halda því fram að ég sé einhver listakokkur, læt aðra dæma um gæði matreiðslunnar, en mér finnst hins vegar skemmtilegt að fá fólk í mat. Við höfðum náð okkur í rauðvín í Kringlunni til þess að hafa með matnum. En reyndar enduðum við í hvítvíni því ég ákvað að bjóða upp á skemmtilegan Wok rétt sem hentaði sérlega vel fyrir vinkonuna, því eina kjötið sem hún borðar (viljandi í það minnsta) er kjúklingur og þetta var sem sagt marineraður kjúklingur með fullt af grænmeti. Ef það er einhver mælikvarði á hversu vel maturinn heppnaðist, hversu vel gengur að borða, þá fannst gestunum þetta jafngott og mér, því það var lítið sem eftir stóð. Í kjölfarið var hafist handa við að smakka rauðvínið, borða osta og konfekt og kaffi. Sérlega vel heppnað held ég bara og líka skemmtilegt að þetta var einhver minnsti undirbúningur undir matarboð sem ég hef haldið, eða í það minnsta sem ég man eftir. Þarna var bara ákveðið að skella sér í innkaupaleiðangur, haldið heim og byrjað að elda. Ég hef líka gaman af því að fá fólk í mat og ég held bara að þetta hafi verið í fyrsta (en vonandi ekki síðasta) skiptið á árinu.
En eins og gengur þá vorum við í stuði eftir góðan mat og nokkur glös af rauðvíni til þess að kíkja út á lífið. Vissum af félögum í bænum og höfðum fengið nokkur símtöl þar sem forvitnast var um hvort við myndum láta sjá okkur. Það hafði nú ekkert endilega verið ákveðið, en við settum stefnuna á 101 og byrjuðum á samnefndu hóteli. Þar sem var nú gert mjög stutt stop, því við vorum varla sest þegar við komust að því að barnum hafði verið lokað. Okkur hafði bæst liðsauki á 101 og tókum stefnuna þaðan yfir á Rex, þar sem fólkið sem staðið hafði fyrir símtölunum beið. Það var öllu meiri stemming á þeim bar. Allt opið og þægilega fullt. Rakst á vinnufélaga inn á Rex og sá bara eitthvað af fólki sem ég þekkti, þó óneitanlega verði ég að segja að það er ekkert endilega gengið að því vísu að maður þekki mikið af fólki svona á röltinu. Eftir að hafa setið við á Rex, ákváðum við að kíkja á Nasa. Þar var fámennt og við stoppuðum stutt. Enduðum á því að rölta upp Laugaveginn í leit að meira fjöri og eins og venjulega þá var fólksfjöldi við flestar dyr. Einhverja hluta vegna enduðum við á Vegamótum, þar sem tónlistin var yfir meðallagi og stuð á fólki. Það reyndist vera gamal félagi sem sá fyrir tónlistinni sem útskýrði afhverju við heyrðum hvert nostalgíu lagið á fætur öðrum. Sem var alveg stemmningin fyrir okkur. Vegamót varð síðasta stoppið okkar og kom á óvart að ná leigubíl án þess að þurfa kynnast biðröðinni í Lækjargötunni. Sem setti góðan endapunkt á skemmtilegt kvöld. Það þarf varla að taka fram að Sunnudagurinn var kannski ekki alveg eins hressandi.
Ummæli
en laugardagurinn og kvöldið alveg þess virði