Vorið er bara ekkert alveg komið

Mikið kom þetta mér á óvart. Ég var orðinn staðfastur í því að vor væri að ganga í garð. Svona fer þetta. Þegar ég fer í ferðalög. Finn að vorið er að læðast að mörgum breiddargráðum fyrir sunnan okkur. Þá held ég að það eigi líka við hérna á Íslandi. En svo er ég óþægilega minntur á að svo er ekki.

Fyrst var það sjóslysið við Ísafjarðardjúp. Núna þegar ég hef farið að sumarlagi um þessar slóðir. Fannst það alveg nógu svakalegt. Þá skil ég betur hvað hefur gengið þarna á. Fannst þetta alveg svakalegt. Hræðilegt að lenda í einhverju svona. Minnir mig á hvað ég verð lítil þarna gagnvart náttúrunni. Finnst þetta samt stórkostlegasta svæði landsins. Langar meira að segja að prófa að búa þarna. Svona eins og eitt ár. En það bara vantar tækifæri. Eitthvað sem kæmi mér á staðinn. Ég lifi nefnilega ekki bara á fallegri fjallasýn.

Það er líka kalt hérna ennþá hjá okkur. Allt snjóhvítt í morgunn þegar ég leit út um gluggann. Svona á þetta helst að vera í desember, janúar og febrúar. Þegar það er dimmt. Núna er ég farinn finna hvernig vorið og sumarið kallar á mig. Það stendur til að gera eitthvað í því. Fara langt. Í hita. En kemur allt í ljós. Ég segi ykkur ferðasögur úr því ferðalagi seinna. En í morgunn var ég óskaplega feginn. Að hafa ekki ennþá skipt yfir á sumardekkin. Það fær að bíða fram í næstu viku. En þá fara naglarnir í geymsluna. Þetta er nefnilega að verða búið. Bjart framundan. En stundum er kalt og hart að eiga heima hérna. Ævintýralega erfitt. Það er líklega þess vegna sem við þykkjum svolítið skrítin í útlöndum.

Ég hef heyrt það frá fleiri en einum. Að við Íslendingar séum bara skrítin. Ætli það sé ekki einmitt það sem reddaði okkur í gegnum kulda og eymd í nokkrar kynslóðir. Að við vorum skrítin.

Ummæli

Syngibjörg sagði…
Að búa hér á Íafirði er frábært. Flutti aftur eftir 20 ára búsetu í RVK. og er himinlifandi með þá ákvörðun. Þó náttúruöflin leiki okkur stundum grátt eins og í fyrradag er samt gott að vera hér. Sem svar við síðasta kommenti frá þér en ég hef ekki getað svarað til baka af einhverri óútskýrnalegri ástæðu þá hveru veturinn verið fínn með nóg að snjó til að stunda skíðin. Og enn snjóar og vonandi fer hann ekki fyrr en eftir páska.

Vinsælar færslur