Ævintýri í kerfinu

Stundum kemur fyrir að ritgleði mín hreinlega hverfur. Það gerðist núna. Undanfarna daga hef ég haft meiri áhuga á því að lesa. Horfa á sjónvarpið. Vera að sinna vinnunni. Allt annað en að skrifa. Svo ég hef lítið skrifað hingað inn. Ekki halda samt að ég sé ekki að hugsa til ykkar. Öðru nær.

Ég get til dæmis sagt ykkur fréttir. Ég er kominn með heimilislækni. Eftir 7 ár án þess að hafa svoleiðis. Málið er nefnilega að í minni heimabyggð. Var einu sinnu umfram eftirspurn eftir heimilislæknum. Þriðjungur þeirra sem bjuggu í bæjarfélaginu hafði ekki aðgang að lögbundinni læknisþjónustu. Ekki nema í gegnum læknavaktina. Sem aldrei hefur yfirsýn yfir sjúkrasöguna þína. Ekki að ég hafi fengið afslátt frá heilbrigðiskerfinu vegna skort á þjónustu. Ekki einu sinni svo mikið sem afsökun. En á sínum tíma þá fór ég í sakleysi mínu og hugsaði sem svo að rétt væri að skrá sig. Fór á einu heilsugæslustöðina. Þaðan sem ég var rekinn út og sagt að það væri ekki boðið upp á skráningu. Ég ætti bara að bíða þar til kallað yrði á mig. Svona ef það myndu verða einhverjir heimilislæknar í boði.

Síðan leið tíminn. Það var byggt í minni heimabyggð og nágrannasveitarfélögunum. Byggt og byggt. Á endanum hefur álagið á læknavaktina af samsveitungum mínum líklega verið orðið of mikið. Svo það var búin til ný heilsugæslustöð. Sem opnaði. Auðvitað án þess að ég fengi bréf um að nú gæti ég sótt um heimilislækni. Fengi hann annars ekki. Í gær skildi svo engin í því hvernig stæði á því að ég hefði fengið þessar upplýsingar. Þetta væri alveg ótrúlegt. Kannaðist bara ekkert við svona lagað. Reyndar hefði ekki verið tekið á móti skráningum. En það hefði verið auglýst þegar nýja stöðin opnaði.

Þetta er bara svona. Ef þú lendir í því að fá vonda þjónustu hjá hinu opinbera. Þá færðu í mesta lagi afsökunarbréf. Kannski. Ef þú lendir í því að fá vonda þjónustu hjá einkaaðilum í samkeppni. Þá færðu bætur. Jafnvel þannig að löggjafinn hefur séð ástæðu til að setja reglur um slíkt. Svona fyrir fyrirtækið sem þú vinnur hjá. En ég er sannfærður um að núna fái frábæra þjónustu frá heilbrigðiskerfinu og heimilislæknirinn minn sé frábær. Ekki eins og ég hafi ástæðu til annars.

Ummæli

Vinsælar færslur