Lítið og mannlegt heillar

Í gærkvöldi varð margt til að gleðja mig. Ég er auðvitað að hlakka til ferðar. En þess utan. Þá gladdi mig hvað sjónvarpið var skemmtilegt. Ég hafði um svo margt að velja. Þetta kemur sjaldan fyrir. En sunnudagskvöld hafa verið góð sjónvarpskvöld undanfarið. Það eru 2 þættir á Stöð 2 sem ég missi helst ekki af. Síðan á RÚV spretti. Í gærkvöldi með góðu viðtali við konu sem hafði lent í hörmungum í æsku. Eitthvað sem átti eftir að valda henni erfiðleikum þegar fram í sótti, en hún sýndi þó það hugreki að skrifa um þetta fyrst kvenna á Íslandi. Þó undir dulnefni, en kom þarna fram í fyrsta skipti undir nafni. Ég verð alltaf leiður og reiður að heyra hvernig öryggisnetið greip ekki þessa konu og hugsa að svipað sé um fleiri. Því þó það sé svíðingslegt að taka börn frá fjölskyldum. Þá var alveg ljóst að þessi kona þurfti að flýja sína. Mikilvægt að hugsa fyrir því.

Svo tók við Stöð 2. Cold Case sem ég hef alltaf gaman af og 24 sem er að halda sínu. Þó svo að þetta sé komið í fimmtu eða sjöttu þáttaröðina. Það eru greinilega góðir handritshöfundar sem þora að ganga nógu langt til að halda þessu spennandi. En fara samt ekki svo hroðalega yfir strikið að þetta verði fyrirsjáanlegt. Í gærkvöldi hafði ég líka um meira að velja. Horfði á þáttinn um Albert Speer. Skil eiginlega ekkert í því að kallinn hafi ekki verið hengdur. Eða í það minnsta verið látinn dúsa inni fyrir lífstíð. Átta mig ekki á því. Kannski var nóg að hann kunni að skammast sín. Gerði ákveðna hluti í stríðslok. Það virðist hafa dugað til. En þetta eru snilldar þættir. Speer og hann.

Svo horfði ég á tvær litlar myndir í kjölfarið. Það eru andstæður stórmyndana. Þessar glöddu mitt litla hjarta í gærkvöldi. Önnur dönsk og hin bresk. Kannski einmitt þess vegna. Voru samt líka á svipuðum nótum. Frekar lágstemmdar. Þar sem húmor og góður leikur gerði það að verkum að ég hreifst með inn í söguna. Regel nr. 1 er ekki merkileg mynd þannig. En var fín með skattaskýrslugerðinni. Hin myndin sem ég sá var Intermission. Svona álíka merkileg og Regel nr. 1. En bjargaðist af góðum húmor og einhverju mannlegu. Svoleiðis hlutir eru eitthvað að tala við mig núna. Ég er ekki einu sinni spenntur fyrir 300. Ætla samt að sjá hana. En mér fannst notalegt að fá svona litlar sögur í heimsókn til mín. Ég var svo aðeins of lengi á ferli. En er langt kominn með skattaskýrslu.

Ummæli

Vinsælar færslur