Stadtkind

Berlín. Það er eitthvað við þessa borg. Í fyrra þegar ég var hér á sama tíma. Þá var hér skítakuldi. Snjór og frost. Samt var það skemmtilegasta heimsóknin mín. Í dag er hér notalegt veður. Ég tók smá rölt. Svona út frá hótelinu. Hafði gert mér far um að leita uppi tónlistarverslun. Sem virtist ekki vera of langt í burtu. Ég er sem sagt í Mitte. Sem var hluti af Austur Berlín. Hérna áður og fyrr. En það er kannski svo langt síðan að það var. Að ég þarf að fara taka það fram að það hafi einu sinni verið til Austur og Vestur Þýskaland. Sem skiptist í tvennt. Berlín var líka skipt í tvennt.

Austur Berlín er svæðið sem er í dag spennandi. Eða mér finnst það. Hérna er miklu meiri kúltur og líf. Þetta er líka gamli miðbærinn. Alexanderplatz er hérna. Brandenburgerhliðið. Veit ekki hvort þið vitið af því. En upp á Brandenburgerhliðinu er stytta. Sem vísar í austur. Fáar borgir eru nefnilega jafn réttilega mið-Evrópuborgir eins og Berlín. Hér hafa í gegnum tíðina verið að mættast straumar. Svo núna í kjölfarið á því að austur hlutinn opnaðist upp. Þá hefur verið hér gríðarleg gróska í öllu menningarlífi. Sem var reyndar líka til staðar í vesturhlutanum. En ekkert í líkingu við það sem er í gangi hér núna. Hérna eru líka úrvals veitingastaðir. Það besta við þetta. Er að Berlín er ekki dýr borg. Þess vegna einmitt er aðsókn listafólks hingað. Það þarf ekki svo háar upphæðir til þess að hafa það sæmilegt í Berlín.

Svo sé ég líka hversu ofboðslega falleg hún verður yfir sumarið. Hér eru nefnilega tré og opin svæði út um allt. Kannski ekki alltaf verið svoleiðis. Ég tek eftir því að það vantar hús í götumyndina. Skilst að það hafi hvorki verið mikil uppbygging né viðhald á þessum slóðum fyrr en eftir 1990. En þetta þýðir líka að Berlín er nútímaleg. En líka með svona gamalgrónum byggingum og svæðum inn á milli. En það hvarf margt. Ótrúlegt að hugsa til þess að það eru rétt 60 ár síðan hér var varla heil rúða í húsi. En ég hef tekið nokkrar myndir. Ætla að halda því áfram á morgunn. Hef meira að segja hugsað mér að eyða seinni hluta dagsins á morgunn við að kanna umhverfið hérna. Veit að það er margt að sjá.

Magnað. Núna þegar ég er að setja þetta inn í gegnum Blogger. Þá veit Blogger að ég er í Þýskalandi. Allt á þýsku.

Ummæli

Vinsælar færslur