Alveg tókst mér þetta hjálparlaust

Það er skrítið að koma sjálfum sér á óvart. En mér tekst það stundum. Nú er ég til dæmis búinn að koma mér í vandræði. Ekki í fyrsta, né síðasta skipti. En svona gengur þetta. En ég ætlaði ekkert að segja ykkur frá því. Heldur allt öðru.

Málið er nefnilega að þegar ég hef verið að kaupa inn þetta nauðsynlegasta. Þá hef ég tekið eftir auknu úrvali af blöðum. Eða tímaritum. Þar sem fólk stígur fram og segir okkur sorgarsögur. Sem er virðingarvert. Gott fyrir þetta fólk að geta sagt sögu sína. En mér finnst samt nokkur hætta á að sumar af þessum sögum týnist. Í því flóði sem blasti við mér. Þarna voru þjáningar til sölu. Fullt af þeim. Ég vildi að ég gæti sagt að það hefði dugað til þess að ég keypti eitt af þessum tímaritum. En raunar vakti þetta mig frekar til umhugsunar. Því það er nokkuð ljóst að af þessum forsíðum að hörmungar þessa fólks eru taldar góð söluvara. Eitthvað finnst mér óþægilegt við þá tilhugsun. En kannski er þetta bara svona. Hefur alltaf verið. Það að þetta selur og fær athygli. Er jú einmitt kjarni málsins.

Annars varð ég nokkuð hugsi yfir innskoti á bresku fréttastöðinni sem er sýnd á vegum DÍ fyrir mig. Þar kom nefnilega fram að við erum alveg rosalega dugleg við að henda mat. Við búum við svo miklar alsnægtir. Erum svo langt frá skorti. Að við hendum um þriðjungi af öllum mat sem við kaupum inn. Ef rétt er. Þá er ég að henda tugum þúsunda á hverju ári. Alveg til í að eyða þeim krónum í eitthvað annað. En ruslafötuna mína. Þetta er víst vaxandi vandamál í útlöndum. Því það er verið að hagræða. Ruslið er ekki sótt eins oft. Fólk beðið um að flokka og endurvinna. En eftir því sem við verðum ríkari. Því meira fer í ruslið. Einmitt það að við borðum ferska matvöru ýtir undir þetta. Bjartsýni og þægindaverslanir örva innkaup. Kannski mitt næsta verkefni, sé að taka á þessu. Mánaðarmatseðil gæti verið partur í því.

Er annars á ferðinni næstu 2 daga. Meiri ferðasögur.

Ummæli

Vinsælar færslur