Á ferð - dagur 2

Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef farið í. Reyndar með nokkrum hléum. En við komust sem sagt frá París til Sao Paulo. Með Air France. Ég hafði undirbúið þetta nokkuð vel. Náð mér í hjarta magnyl. Til að þynna blóðið. Það borgar sig víst í langflugi. Mundi eftir svefntöflunum. Fjárfesti í heyrnartólum með hljóðdeyfi. Leyst vel á þá frá Sony. En finnst þeir kannski ekki skila þeim hávaða sem ég átti von á. Hljóðdeyfirinn virkar hins vegar vel. En eftir að hafa stoppað í 10 tíma í París. Þá var ég bara tilbúinn til að sofa.

Fengum góða meðferð hjá Air France. Ekki slæmt að fljúga með þeim. Reyndar virkaði sjónvarpið mitt ekki. Ekki heldur lestrarljósið. En það var allt í lagi. Ætluðum að vakna til að fá okkur Hagen Daaz ísinn sem var boðið upp á. En sváfum bara í staðinn. Lentum í Sao Paulo rétt upp úr 5 um morguninn. Það tók hátt í klukkutíma að komast í gegnum vegabréfaskoðun. Ekki alveg það hraðvirkasta sem ég hef upplifað. En svo fór að harðna í ári. Kom í ljós að Varig. Ekki uppáhaldsflugfélagið mitt. Var búið að fella niður flugið sem ég ætlaði í. Vildi svo bara hreint ekkert taka við okkur. Svo ég fór að reyna að komast á Netið.

Ég verð að segja það Brasilíu til hrós. Að flugvöllurinn í Sao Paulo er vel netvæddur. Bæði er WiFi og svo eru 2 útibúi frá Telefonica sem bjóða upp á netþjónustu. Auk þess fleiri aðilar sem bjóða aðgang. En hins vegar komst ég að því. Að hér er ekkert hlaupið að því að kaupa sér hluti með kreditkorti frá Íslandi. Í það minnsta tókst mér ekki í 5 tilraunum að kaupa mér aðgang að WiFi netinu á flugvellinum. En mér tókst hins vegar að komast á Netið og finna út hvernig væri ódýrast fyrir okkur að komast frá Sao Paulo til Salvador. Það voru nokkrir valkostir í boði. Ekki þó með Varig. En hér er greinilega hörð samkeppni. Á endanum var það Gol sem bauð best. En Gol er, ef þekking mín á portúgölsku leyfir, val hina skynsömu. Líka sætar flugfreyjur. En vegna þess að við vildum ekki borga of mikið. Þá tók við bið.

Við þurftum nefnilega að bíða til 4 eftir því að komast í flug. Höfðum ekki ráð eða rænu á því að koma okkur út af flugvellinum. Kannski einhver smá beygur í okkur. Skilst að það sé dálítið af glæpum í Sao Paulo. Svo við héldum okkur bara í flugstöðinni. Þar sem við þekkjum okkur bara nokkuð vel. Fórum í apótek. Heimsóttum næstum alla barina. Nokkur kaffihús. Fengum gott súkkulaði. Einhvern veginn leið dagurinn. Raunar var ég svolítið vankaður eftir flugið. Það örlaði fyrir jetlag og svo eins og flugriðu. Svo er líka sagt að það taki sálina aðeins lengri tíma að fara þetta. En á endanum lögðum við af stað frá Sao Paulo. Þegar við lentum í Salvador voru liðnir 40 tímar frá því við fórum af stað frá 220. Magnað. Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef nokkurn tíma farið í. “If getting there is half the fun” þá á ég eftir að eiga frábæra daga hér í Salvador. Ströndin á morgunn. Ekki sakna mín of mikið.

Ummæli

Vinsælar færslur