Bara seinna
Um helgina ætlaði ég á tónleika. En endaði bara heima í sköttum. Langt í frá það skemmtilegasta sem ég geri. En samt ekki svo slæmt. Það er bara eitt sem ég skil ekki. Málið er að það er lagt hart að mér að búa til varanlegt lykilorð. Fyrir skattaframtal. Sem ég nota einu sinni á ári. Ef ég væri ekki svona meðvitaður um öryggismál. Þá myndi ég líklega skrifa lykilorðið mitt á miða. Geyma það með bókhaldsgögnunum. Svo ég er efins um öryggið. En þetta þvælist fyrir mér. En, já, ég ætlaði að gera eitthvað meira um helgina. En var svo rólegur. Er nefnilega ekki á því að veikjast. Allir í kringum mig leggjast í flensu. En ég hef hugsað mér að eyða næstu dögum í eitthvað allt annað.
Málið með skattaskýrslugerð. Eins og sumt annað. Er að ég á það til að slá því á frest. Nei, slæ því alltaf á frest. Því að gera það í dag. Sem jafn gott er að gera á morgunn. Svo tekst mér að koma mér í vandræði. Fékk mér næstum því slagorð upp á vegg. Do It Later. En ákvað að slá því á frest.
Málið með skattaskýrslugerð. Eins og sumt annað. Er að ég á það til að slá því á frest. Nei, slæ því alltaf á frest. Því að gera það í dag. Sem jafn gott er að gera á morgunn. Svo tekst mér að koma mér í vandræði. Fékk mér næstum því slagorð upp á vegg. Do It Later. En ákvað að slá því á frest.
Ummæli
annað væri óeðlilegt.