Síðbúnar Berlínar Fréttir

Þetta er ekki alltaf að gerast alveg um leið. Var bara aðeins of mikið að gera í Berlín. Svo ég er í dag í glampandi sól í Köben - en þetta var skrifað í Berlín

Það er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá mér að vakna snemma. Svo það að þurfa að vakna kl 6 (íslenskur staðartími) 2 daga í röð. Er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi. En ég geri það nú samt. Það er líka skrítið að vakna á nýjum stað. Eins og ég þurfi 1-2 andartök til þess að muna eftir því að ég er ekki heima hjá mér. Er í Berlín. Vaknaði samt ekkert of snemma í morgunn. Rauk út af hótelinu án þess að ná morgunmat. Ég var nefnilega boðaður á ráðstefnu sem ég var að tala á í dag. Undirbúningsfundur í morgunn. Kl. 8 að staðartíma (eða 7 að íslenskum). Ég var bara ánægður með að vera mættur á réttum tíma í morgunn.

Reyndar var ég ekkert alveg viss um að komast alla leið í sýningarhöllina. Leigubílstjórinn bað mig um að festa beltið í morgunn. Ég skildi af hverju þegar hann byrjaði að keyra. Það var ekkert gefið eftir. Hef aldrei verið jafn fljótur. Náði samt nokkrum myndum í morgunn. En ég var kominn í tíma. Náði undirbúningsfundinum. Fór svo í leit að morgunnmat. Það er merkilegt. Þegar ég er á svona ráðstefnum, þá finn ég vel hvað við erum öll að berjast í svipuðum vandamálum. Fólk er misjafnlegt langt komið. Ég er bara ánægður með hvar við stöndum. Finn að aðrir eru skemmra komnir. Held að ég hafi staðið ágætlega í morgunn.

Hitti svo vinnufélaga í hádeginu. Fengum okkur að borða í mannmergðinni sem er hér. Þessi viðburður sem ég er að heimsækja er nefnilega sá stærsti sinnar tegundar. Sem þýðir að hér er ótrúlega mikið af fólki. Sem bætist við þann fjölda sem heimsækir Berlín undir venjulegum kringumstæðum. Af því að það var notalegt veður. Svona miðað við árstíma. Þá yfirgaf ég sýningarsvæðið. Fór í smá túristaleiðangur. Náði að rölta á Unter Den Linden. Sjá Branderburgerhliðið. Fór síðan í þinghúsið.

Þinghúsið hér í Berlín er stórmerkileg bygging. Kannski fáar byggingar sem tengjast þjóðarsál jafn sterkum böndum og þessi. Málið er nefnilega að Þýskaland. Er alls ekki svo gamalt land. Varð ekki til fyrr en á 19. öld. Þinghúsið byggt í kjölfarið. Svo varð Þýskaland miðpunktur í heimssögunni. Þinghúsið var brennt. Endurreist. Pakkað inn. Breytt. Ég hafði heyrt að það væri eiginlega alveg ómissandi að kíkja þarna við. Svo ég lét mig hafa það að standa í hóp með frönskum unglingum. Beið í smá stund. Komst svo upp. Ég mæli með heimsókn ef þú átt leið til Berlínar. Þarna sést nefnilega vítt og breytt um borgina. Sem ég áttaði mig loksins á. Þarna sem ég fór hringinn. Bæði er hún frekar lágvaxinn. En breiðir úr sér. Svona með byggð og fullt af grænum svæðum. Tók líka eftir því þegar ég gekk eftir Unter Den Linden að það voru kúlnagöt í einstaka byggingum. En að flestar höfðu verið reistar eftir stríðslok. Aeroflot er líka með skrifstofu sem áföst við Rússneska sendiráðið. Eflaust ekki tilviljun. Svo rölti ég mér út á safnaeyju. Sá í rauða ráðhúsið. Leifar af Austur Þýska þinghúsinu sem er verið að rífa.

Held einmitt að það sé þessi blanda af gömlu og nýju. Það að hér er ekkert of mikið byggt beint upp. En samt mikil borg. Sem gerir Berlín svona heillandi. Það koma myndir. En ég tók auðvitað ekki með snúru til að setja inn myndir. En þær koma. Nú er taka tvö á ráðstefnunni á morgunn. Ætla mér að rölta um sýninguna líka. Svo Köben um helgina.

Ummæli

Vinsælar færslur