Í gömlu höfuðborginni

Þetta hefur verið nokkuð magnað ferðalag. Ótrúlega skemmtilegt að fá tækifæri til þess að sjá örlítið meira en venjulega af Berlín. Svo var líka bara fullt að gera hjá mér. Greinilegt að margir hafa áhuga á því sem ég starfa við. Skemmtilegt að fá tækifæri til þess að sýna það. Í kjölfarið hitti ég fólk sem hefur mikinn áhuga á því að starfa með okkur. Eða þeirri þekkingu sem ég bý yfir. Svo í þetta skipti þá náði ég harla litlu af sýningunni. Minna en nokkru sinni áður. Tíminn einfaldlega hljóp frá mér.

En ég er orðinn harðákveðinn í því að heimsækja Berlín aftur að sumarlagi. Sá að hún hlýtur að virka allt öðru vísi á þeim árstíma. Kannski það gerist í sumar. Hver veit. En ég flaug í gær frá Berlín til Kaupmannahafnar. Þetta er ólíkar borgir. Kannski hefur það sitt að segja hversu oft ég hef komið hingað. En mér líður eiginlega ekkert sérstaklega mikið í útlöndum hérna. Hér eru líka svo margir Íslendingar að maður heyrir íslenskuna mikið talaða í kringum sig. Reyndar kom ég í dag í fyrsta skipti yfir á Norðurbrú. Þarna þar sem allar óeirðirnar hafa verið. Var merkilegt að sjá að lögreglan er með mikinn viðbúnað þarna í kvöld. Þyrla sem sveimaði yfir svæðinu þegar ég gekk heim á hótel áðan.

Annars átti ég skemmtilegt kvöld í gærkvöldi. Kynntist fullt af nýju fólki. Meira að segja fólki sem vinnur í svipuðum hlutum og ég sjálfur. Það finnst mér alltaf ferlega skemmtilegt. Við skiptumst á sögum. Sömu vandamálin í gangi. Það er raunar eitt af því sem ég hef rekið mig á. Í hvert skipti sem ég hitti aðra sem vinna í svipuðum verkefnum. Þá er ég að heyra sömu söguna. Meira að segja á ólíkum mörkuðum og í ólíkum löndum. Er fólk alltaf að berjast við það sama. Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég ætti ekki að fara bara út í ráðgjöf. Þarf að fara hugsa það mál. Velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að koma mér verðskrá. Það eina sem heldur aftur af mér. Er að þá myndi ég eflaust vera alveg fastur í svipuðum verkefnum og ég er núna að vinna í. En kannski ekki. Þarf að hugsa þetta.

Í dag var ég síðan í brunch með vinkonu og fyrrum vinnufélaga. Fór á Laundromat sem er einmitt á Norðurbrún. Girnilegur brunch sem ég fékk mér. Þvottavélarnar trufluðu ekki samræður okkar. Skemmtilegt að heyra af fólki sem ég hef ekki séð í smá tíma. Seinni partinn hitti ég svo aðra vinkonu. Fékk nú reyndar bara heilmiklar fréttir af henni. Því alveg án þess að ég hafi vitað af því. Þá átti hún 3 mánaða dóttur. Svo ég eyddi deginum á kaffihúsum, á röltinu og náði meira að segja að kaupa mér smá. Ætla ekki að segja að það hafi verið merkileg innikaup, en samt voru þetta hlutir sem mig vantar. Svo góður dagur það sem af er. Nú er að sjá hvar ég enda í kvöld.

Ummæli

Syngibjörg sagði…
Sæll, kíki hér stundum inn en hef aldrei kvittað fyrr.
Köben stendur alltaf fyrir sínu. Var þar einmitt um daginn þegar óeirðirnar voru og sá brotnar rúður í búðum og bönkum ásamt brenndum bílum og reiðum unglinum með fly-miða máli sínu til stuðnings.Stórundarlegt mál finnst mér með langa pólítíska sögu á bak við sig.
Annars góðir pistlar hér og skemmtilegir aflestrar.
Valtyr sagði…
Ert þú einn af þeim sem á vinkonu í hverri borg? :)
Simmi sagði…
Takk fyrir kveðjuna Syngibjörg - alltaf gaman að vita af því að það eru lesendur þarna úti:-) Veturinn nokkuð búinn að gera út af við þig í ár?

Já, Valtýr að sjálfsögðu er ég einn af þeim sem á vinkonu í hverri borg;-)

Vinsælar færslur