En og aftur er ég á leiðinni úr landi. Heimsækja eina stórborg. Sem ég held að eigi eftir að verða sú mest spennandi í Evrópu. Svo ætla ég að eyða helginni í gömlu höfuðborginni okkar. Vonast auðvitað til þess að vera í sambandi allan tímann. Taka fullt af myndum. Svo þið getið fylgst með.

Þetta er eiginlega eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Að skrifa ferðasögur. Hef líka verið að lesa fullt af skemmtilegum ferðasögum. Svo þó ég efist um að ég hafi viðlíka stíl og þeir sem ég hef verið að lesa. Þá er skemmtilegt að segja frá því að það eru líklega fullt af ferðalögum framundan. Nú fyrst á slóðir sem ég er farin að þekkja. Verður skemmtilegt að gera grein fyrir ævintýrum mínum í þetta skipti. Reyndar er ég samt ferlega upptekinn. Hef nefnilega tekið með mér stórt verkefni. Svo það mun reyna á þráðlaus net í ferðinni. En þess á milli verð ég sambandslaus. Svo þá hef ég vonandi tíma til að skrifa nokkrar línur. Segja ykkur frá litlu undarlegu hlutunum sem ég lendi í. Hlakka til.

Fyrst þarf ég samt að ná að vakna í fyrramálið. Svo þetta verður ekki lengra í bili. En vonandi munu kvefpestir alveg láta mig í friði.

Ummæli

Vinsælar færslur