Það stefnir í heita páska

Alveg að leggja í hann. Búinn að vera pakka í kvöld. Undarlegt að pakka í svona langferð. Yfirleit er þetta fljótlegt. Bara hent ofan í eina litla tösku. Svona rétt áður en ég fer að sofa. Veit upp á hár hvað fer með og hvað ekki. Ekki alveg svoleiðis í þetta skipti. Er viss um að ég er að gleyma einhverju. Taka of mikið með af einhverju öðru. En svona er þetta bara. Eins og venjulega er ætlunin að vera tengdur. Sjáum hvernig það á eftir að ganga. Sérstaklega eftir að ég kem á áfangastað. En þetta verður sannarlega með lengstu ferðalögum sem ég hef farið um mína daga. Fyrst er förinni heitið til Parísar. Svo þaðan til Sao Paulo og frá Sao Paulo til Salvador í Brasilíu. Búinn að hlaða rafhlöðuna í myndavélinni. Ætla að taka fullt af myndum. Svo þetta verði sannarlega vel skjalfest ferð. Á eflaust eftir að verða athyglisvert að reyna að komast þetta. Hlakka til.

Ummæli

Unknown sagði…
get ekki beðið eftir að ná í ykkur á flugvöllinn:)
Nafnlaus sagði…
góða ferð:)

Vinsælar færslur