Ég heyri Heidi kalla

Þá er ég kominn á flakk. Í þetta skipti á leiðinni á stað í mið Evrópu sem ég hef ekki sótt heim áður. Genf í Sviss. Veit annars einhver hvað Cið stendur fyrir í CH? Ég veit nefnilega að CH eru stafir Sviss. Að H stendur fyrir Helvetica. En hef ekki hugmynd um hvað C stendur fyrir. Gæti verið gott að vita fyrir næsta Trival.

Annars er ég að finna fyrir því hversu flókið það er orðið að ferðast með flugi. Hér ekki fyrir svo löngu síðan. Þá gat ég verið með 2 litlar töskur. Eina fyrir tölvu. Aðra fyrir annan farangur. Haft þetta allt með mér sem handfarangur. En það er ekki lengur raunin. Í það minnsta ekki ef ég fer í gegnum London. Reyndar var ég í fyrsta skipti að flakka frá flugstöð 1 til 4. Sem er smá spölur. En ég hafði samt góðan tíma. Næstum 2 tíma til að koma mér á milli. Dugði greinilega ekkert minna. Því fyrst var ég sendur út. Þú ferð sem sagt ekki lengur í transit með 2 töskur.

Það að fara í gegnum vegabréfaskoðun var ekki svo slæmt. En síðan þurfti ég að koma mér út á 4. Það tók sinn tíma. Skemmtilegt hvað kurteisi er mismunandi eftir löndum. En ég komst út á 4. Þar tók við innritun. Sem er öll orðin sjálfvirk hjá Breska Flugfélaginu. Fyrst fer maður í sjálfsala. Svo afhentir þú farangur. Þetta tekur sinn tíma. Á endanum var mér kippt framfyrir röð. Ekki af því ég væri svona mikið VIP. Heldur af því að ég var orðinn seinn. Plottið mitt með hádegismatinn varð þarna að engu.

Þess vegna finnst mér það vera rugl. Þegar fólk heldur því fram að það sé óþarfi að borða eitthvað í stuttu flugi. Ef ég hefði ekki fengið neitt á leiðinni til Bretlands. Heldur ekki á leiðinni til Sviss. Þá hefði ég dáið. Nógu fannst mér þetta erfitt samt. Svo er stríðið gegn vökva líka í fullum gangi. Þeir í Keflavík voru næstum því búnir að henda rakspíranum mínum. Átti poka síðan í Berlín. Svo þetta bjargaðist. En þetta er orðið vesen. Hlakka strax til að komast heim aftur. Það kalt í Sviss og snjór Ölpunum.

Ummæli

Valtyr sagði…
CH = Confoederatio Helvetica

Brazil, ansi líst mér vel á það. Hvenær er ferðinni heitið þangað? Ertu kannski að fara að heimsækja en eina vinkonuna :)
Simmi sagði…
Þú þarft nú ekkert að spyrja að því...að sjálfsögðu á ég vinkonu í Brazil :-)

Vinsælar færslur