Það tókst! Ég hef verið í vandræðum með að setja efni hingað inn frá heimili mínu. Það hefur táknað að ég hef yfirleit skrifað á kvöldin og um helgar. Síðan sent það inn í vinnunni. Sem ég vil helst ekki gera. Lít svo á að það sé ekki hluti af vinnudeginum. Þetta varð líka til þess að þessum færslum fækkað. Stundum finn ég nefnilega hluti sem ég ætla að segja frá. En svo gleymist það. Stundum fæ ég skriftarkláða. Sem er síðan yfirstaðinn þegar ég loksins fæ tækifæri til þess að senda eitthvað frá mér. En núna hef ég fundið góða leið. Það er nefnilega hægt að senda inn færslur í gegnum Google Docs & Spreadsheets. Svo ég hef tekið ritgleði mína aftur.

Ummæli

Vinsælar færslur