Það eru kosningar í vor. Alvöru kosningar. Ekki sveitarstjórnar eins og ég tók þátt í síðasta vor. Heldur alþingis. Það á eftir að setja svip á þetta svæði. Ég hef nefnilega gaman af stjórnmálum. Eða fræðunum og því sem þessu fylgir. Hef alveg heilmiklar skoðanir. Hef bara látið það öðrum eftir að viðra þær á þessum vettvangi. En nú hef ég tekið þá ákvörðun að láta í mér heyra svona fram að kosningum. Setja fram þær skoðanir sem ég hef á þessu sviði.

En vegna þess að ég er nokkuð viss um að þið hafið ykkar skoðanir á því hvaða flokkur er heppilegastur til að leiða landið. Þá læt ég ykkur um að giska í eyðurnar hvað ég muni kjósa. Ef þú hefur svakalegan áhuga. Þá er hægt að spyrja. En annars mun þetta verða flokklaust.

Það sem mig undrar þessa dagana. Er andstaða Íslendinga við aðild að Evrópusambandinu. Raunar stend ég í þakkarskuld við Jón Baldvin Hannibalsson fyrir að koma okkur hálfa leið inn. En ég er þó á því að okkur myndi líða mun betur innan sambands en utan. En ég virðist vera í minnihluta í þessari skoðun minni. Sem kemur mér á óvart. Málið er nefnilega að ég er á því að það hagvaxtarskeið sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum áratug. Eigi sér fyrst og fremst orsakir í þessari hálfgildings aðild okkar að Evrópusambandinu. Það eru þó ákveðin rök sem ævinlega eru notuð þegar talað er gegn aðild.

Í fyrsta lagi er rætt um sjálfstæði okkar. Í hverju felst það? Jú það þýðir að við erum hér með eigin stjórn. Framkvæmdavald, löggjafarvald og dómstóla. Raunar er svo komið í dag að stór hluti þeirrar löggjafar sem hér er í gildi. Kemur ekki héðan. Heldur er hún afleiðing af alþjóðlegum skuldbindingum okkar. Meðal annars EES. Þannig er nú þegar til dómstig æðra Hæstarétti í ákveðnum málaflokkum. Bæði ESA og Mannréttindadómstól Evrópu. Þannig að það hefur heldur betur saxast nú þegar á þetta ágæti sjálfstæði okkar. Raunar er það svo að þegar breytingar verða innan Evrópusambandsins sem falla innan ramma EES. Þá verðum við að taka upp þau lög þegar í stað. Ella gæti farið svo að Evrópusambandið myndi líta svo á að EES hefði fallið úr gildi. Bara verst að við höfum engin áhrif á þessar lagasetningar.

Í öðru lagi er okkur nefnilega sagt að sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins sé hluti af Rómarsáttmálanum. Sem er grunnsamningur Evrópusambandsins. Það er raunar haugalýgi. Eða svona svolítið farið í kringum það sem raunin er. Málið er nefnilega að þegar Bretar sóttust eftir aðild á sínum tíma. Þá voru Frakkar á móti. Svo þeir þrengdu núverandi stefnu inn á Breta. Svona ef þeir vildu vera með. Þá yrðu þeir að sætta sig við sjávarútvegsstefnuna. Ekkert sem segir að við þurfum að gera slíkt hið sama. Þar með er helsta röksemd þeirra sem halda því fram að hér muni allt hrynja við aðild. Fokin út í veður og vind. Ekki eins og Evrópusambandið muni ekki hlusta á okkur í sjávarútvegsmálum. Það má færa fyrir því nokkuð sannfærandi rök að við ættum að geta verið í lykilhlutverki í ákvörðunum á því sviði. Gert það sem skilyrði fyrir inngöngu. Svona ef við vildum. Hins ber svo að geta. Að sjávarútvegur skiptir okkur orðið minna og minna máli. Þjónusta og fjármálastarfsemi er nefnilega orðin miklu stærri hluti af efnahagslífinu en fyrir nokkrum árum. Þessir aðilar myndu aldrei þola að við stæðum utan sambandsins. Myndu einfaldlega flytja starfsemi sína úr landi ef nokkur hætta væri á því.

Í þriðja lagi er því haldið fram að með þessu séu við að útiloka áhrif okkar í alþjóðasamfélaginu. Sem hljómar skynsamlega þangað til við veltum því fyrir okkur hvaða áhrif Micronesía hefur í alþjóðasamfélaginu. Micronesía er eitt víðfemasta ríki í heimi. Bara haugur af eyjum í Kyrrahafinu. Aldrei heyrt á það minnst? Tja, það segir þér líklega hversu mikil áhrif Micronesía hefur í alþjóðasamfélaginu. Við höfum þar rödd. En við erum samt bara lítil og fámenn þjóð í Norður Atlantshafi. Sem ekki hefur her. Ekki einu sinni hervernd. Sem einu sinni hefur verið notað í mín eyru sem ástæða þess að við ættum ekki að sækja um aðild. Sérstakt samkomulag okkar við Bandaríkin. Við sjáum vel hversu sérstakt það er í dag. Hvaða þjóð sem er gæti lagt undir sig Ísland með sæmilega vel skipulagðri innrás. Tæki Noreg ekki lengri tíma að innlima aftur þessa vitleysinga sem yfirgáfu þá fyrir nokkur hundruð árum. En reyndar eru Norðmenn vinir okkar og standa þess vegna ekki í svoleiðis rugli. Þeir eru líka vinir okkar í raun í EES.

Málið er nefnilega að það kostar fullt af krónum að halda EES gangandi. Sem Noregur borgar 90% af. Setjum sem svo að Noregur gangi í Evrópusambandið. Þá myndi okkar reikningur verða miklu mun hærri. En sem nemur hugsanlegum kostnaði af Evrópusambandsaðild. Með Noreg innan Evrópusambandsins. Myndi samningsstaða okkar versna. Noregur hefur nefnilega miklar skoðanir á sjávarútvegsmálum. Skoðanir sem myndu vega þungt þegar olíusjóður þeirra er skoðaður. Ef við hins vegar hefðum vit á því að koma okkur þangað inn á undan þeim. Gætum við haft ýmislegt um aðgang þeirra að segja. Eða jafnvel verið samferða þeim inn og samið um sameiginlegar undanþágur fyrir fiskveiðar á Norðurslóðum. Segjum allar veiðar norðan 64 breiddargráðu eða svo. Ekki ósvipað og Finnar gerðu fyrir landbúnað sinn.

Að lokum erum við hrædd með efnahagskreppu. Sama gamla hljóðið og heyrðist þegar við komum okkur inn í EFTA. Við hverja umræðu um GATT sem við höfum tekið þátt í. Mesta furða að við séum ennþá í WTO. En hið andstæða hefur einmitt gerst. Í hvert skipti sem við höfum aðlagað okkur betur að alþjóðasamfélaginu. Aukið samstarf okkar við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Hefur það reynst okkur vel. En sumir segja að við getum gert það sama og Sviss. Gert tvíhliðasamninga. En hvernig hefur Sviss gengið utan EES og Evrópusambandsins?

“Since 1992, Switzerland's economic performance has undoubtedly been worse than that of its EU neighbors.

From 1992 to 2001, Switzerland had the weakest growth rate in Western Europe, coming in at a meagre 1.1 per cent.

Income growth has also fallen over that period in contrast to neighboring Austria, for example, which shares many similarities with the Swiss economy. There per capita income rose 16 per cent during the 1990s (although average incomes are still higher in Switzerland).”

- http://goliath.ecnext.com/coms2/summary_0199-2611437_ITM

Ummæli

Vinsælar færslur