Nýtt ár gengið í garð
Það var tómur fögnuður yfir komu 2007 hjá mér. Fullt á dagskrá. Ég ætla mér að gera meira, verða flottari, hugsa meira, hugsa minna, vera duglegri, gera minna, æfa meira, hlaupa lengra, ganga fullt og heimsækja fullt af spennandi stöðum. Listinn er langur og strangur.
En opinberlega ætla ég mér að hlaupa 10 kílómetra í Maraþoni á sæmilegum tíma. Til þess að það verði, þá þarf ég að æfa, taka upp hollari siði og almennt hugsa vel um sjálfan mig. Svo af þessu eina markmiði þá munu vonandi leiða ýmsir aðrir góðir hlutir.
En opinberlega ætla ég mér að hlaupa 10 kílómetra í Maraþoni á sæmilegum tíma. Til þess að það verði, þá þarf ég að æfa, taka upp hollari siði og almennt hugsa vel um sjálfan mig. Svo af þessu eina markmiði þá munu vonandi leiða ýmsir aðrir góðir hlutir.
Ummæli