og sigurvegarinn er

Einu af störfum mínum er lokið. Ég tók þátt í dómnefndarstörfum fyrir íslensku vefverðlaunin og fannst það skemmtilegt. Þetta var samt hörku vinnu. Ég þurfti að skoða rúmlega 90 vefi. Vega þá og meta. Til allrar hamingju hafði SVEF ákveðið að það skyldi kosta einhverju til að taka þátt í ár. Í fyrra bárust nefnilega hátt í 5.000 tilnefningar. Ég er ekki viss um að sálarlíf mitt hefði þolað slíkt. En af því að vefirnir voru færri. Þá ákvað dómnefndin í sameiningu hvernig við myndum vinna þetta. Í upphafi var ákveðið að til að forðast alla hagsmunaárekstra. En það er óhjákvæmilegt á Íslandi að tengsl séu til staðar. Þá fengjum við ekki að gefa fyrir þá vefi sem við tengdumst. Ef slíkt væri vafa atriði skildum við leggja það fyrir dóm annarra í dómnefnd. Þegar slíkt kæmi upp á. Þá tæki varamaður við. Ef hann væri óhæfur kæmi annar varamaður inn. Við vorum 5 aðal og 2 vara, svo þetta átti alveg að gera sig.

En það er eins með þetta og flest önnur verðlaun. Líklega eru aldrei allir sammála um niðurstöðuna. Ekki einu sinni útnefningar. Mér fannst valið virkilega erfitt. Mikið af þeim vefum sem ég skoðaði voru virkilega góðir að mínu mati. Það létti mér líka lífið að þurfa ekkert að hugsa um þá vefi sem tengjast mér. Við ákváðum að nota sömu aðferð við að velja sigurvegara og eru notuð í Eurovision. Þannig völdum við okkar uppáhalds. Gáfum þeim stig eins og við gerum í Eurovision. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 8, 10, 12. Þetta er góð aðferð til þess að finna sigurvegara. Þetta unnum við sem einstaklingar og ekki í neinni samvinnu við aðra í dómnefndinni. Þetta var raunar ennþá erfiðara en velja vefi til að útnefna. Hvað er það sem gerir það að verkum að einn vefur er öðrum betri? Við höfðum náð okkur í 100 atriða lista til að styðjast við. En þegar hlutir eru orðnir góðir, þá er oft afar erfitt að skilgreina hvað nákvæmlega veldur því að einn er valin umfram annan. Enda kom í ljós að við vorum bæði sammála og óskaplega ósammála.

Þess vegna er ég bara sáttur við alla þá sem unnu. Ekki af því að ég hafi alltaf verið alveg sammála niðurstöðunni. Ekki endilega verið að velja mitt uppáhalds. Eða gera þetta nákvæmlega samkvæmt minni aðferð. Heldur vegna þess að ég skildi aðferðafræðina og sætti mig fullkomlega við hana. Vefir sem ekki voru tilnefndir komu til dæmis ekki til greina í valinu. Það útilokaði fjölmarga frá því að vinna. Þetta er nefnilega eins og í lottó. Þú vinnur ekki nema eiga miða. Svo þó ég hefði viljað verlauna fullt af vefjum. Þá voru víst ekki nema þessi fjöldi í boði. Mér fannst verðlaunahafarnir allir vera vel að verðlaununum komnir. Fannst gæði þess sem ég sá og upplifði benda til þess að við séum á góðri siglingu í vefþróun. Nú vantar mig bara matvöruverslun á Netið.

Ummæli