Á sunnudaginn hitti ég góðvinkonu mína frá London. Hún er að gera fína hluti í sinni heimaborg og var hérna til þess að taka þátt í fjölskylduviðburði. Mér til mikillar ánægju gaf hún sér tíma til þess að hitta mig aðeins. Við mæltum okkur mót á sunnudeginum og fórum í Listasafn Reykjavíkur til þess að sjá Uncertain States of America.

Ég hafði lofað sjálfum mér því að sjá þessa sýningu. Fannst þess vegna fínt tækifæri að ná þessu með þessari vinkonu minni. Enda hún menntuð frá einum besta skóla Bretlandseyja á þessu sviði. Ég komst að því að hún hafði heldur aldrei heimsótt listasafnið. Sýningin var frábær. Sá ekki eftir því að kíkja. Nú held ég að málið sé að gerast áskrifandi að sýningum þarna. Búinn að fara á þær nokkrar. Ekki orðið fyrir vonbrigðum með neitt. Raunar of seint fyrir mig að hvetja ykkur til að fara á þessa sýningu. Því miður. Þetta var nefnilega síðasti sýningardagur.

En við vorum samt ekkert ein um það að heimsækja safnið þennan dag. Kannski verið fleiri eins og ég. Sem höfðu verið á leiðinni að kíkja. En ekki komið sér af stað fyrr en á síðustu stundu. Held að ég eigi eitthvað sameiginlegt með svoleiðis fólki. Yfirleit ekkert að skila af mér verkefnum fyrr en nauðsyn bankar. Hvernig er þetta með ykkur. Eitthvað nýtt og spennandi sem þið hafið verið að gera eða sjá?

Ummæli

Vinsælar færslur