Þessu tók ég eftir í morgunn
Ég var óvenju snemma á ferðinni í vinnuna í morgunn. Þurfti að fara á fund sem byrjaði fyrr en ég er vanur að fara í vinnu. Sem þýddi að ég lenti í umferðinni. Það kom mér svo sem ekkert á óvart. Ekki þannig. Hef áður verið á ferðinni á þessum tíma. Það sem mér fannst hins vegar skemmtilegt á þessari leið. Var að sjá lögregluna að störfum. Við hraðamælingar. Ég var á um það bil 37 km hraða þegar ég ók framhjá lögreglubifreiðinni. Sem er ekki nema furða. Því á þessum tíma. Þá er umferðin hæg. Það er einfaldlega of mikil umferð. En eflaust er mjög þarft að lögreglan noti tækifærið til þess að mæla þegar engin hætta er á ferðum. Þetta er eflaust hluti af átaki þeirri. Vera sýnilegri.
Raunar má búast við því að það verði nóg að gera hjá þeim. SÁA hefur tilkynnt að þeir séu að verða gjaldþrota. Birgið lokað. Fangaverðir að segja upp. Hvernig ætli þetta verði í vor. Allt á öðrum endanum og bærinn fullur af rónum?
Raunar má búast við því að það verði nóg að gera hjá þeim. SÁA hefur tilkynnt að þeir séu að verða gjaldþrota. Birgið lokað. Fangaverðir að segja upp. Hvernig ætli þetta verði í vor. Allt á öðrum endanum og bærinn fullur af rónum?
Ummæli