Allt annað í snjónum
Núna um helgina þá tók ég að mér leiðsögumannahlutverk. Fór með vinkonu mína frá Japan upp í sveit. Hún hefur áður komið hingað. Áður farið með mér upp í sveit. En það var um sumar. Hún er ljósmyndari og tekur fínar myndir finnst mér. Hefur verið að vinna í því að ljúka mastersnámi í London. Þar sem hún kynntist góðvinkonu minni. Kom í kjölfarið í sína fyrstu heimsókn til Íslands. Fannst Ísland óskaplega heillandi staður. Held að henni langi mest til að flytjast hingað. Þið getið séð nokkrar af myndunum hennar á vefnum sem hún heldur úti.
En það var skemmtilegt að ferðast um á þessum árstíma. Líka skrítið. Því það eru svo fáir sem eru á ferðinni sem ferðamenn á þessum tíma. Enda kannski ekki skrítið. Það verður ekki bjart fyrr en rétt um 10 leitið. Komið myrkur um 5. Svo er líka veður og færð. Ég var heppinn. Því daginn sem við fórum var kalt en bjart. Raunar eiginlega frábært veður. Út af öllum snjónum þá hafði ég samt áhyggjur. Við vorum á leið upp í Borgarfjörð. Út fyrir þjóðveg númer 1. Svo ég vissi ekkert um hvort við gætum komist þetta. Hvort það væri yfirleit nokkuð vit í þessu.
Svo það kom mér þægilega á óvart hversu lítið mál þessi ferð var. Raunar hafði ég daginn áður kíkt á vefinn hjá Vegagerðinni. Veit ekki hvort þið vitið af því. En Vegagerðin heldur úti fínum vef með upplýsingum um veður og færð um allt land. Eru meira að segja með myndavélar á nokkrum stöðum. Svo það er hægt að sjá við hverju er að búast. Líka hvernig veður er á þeim slóðum sem ætlunin er að ferðast um. Svo eftir að hafa skoðað yfirlitsmyndina þeirra, þá hafði ég minni áhyggjur. Það yrði kalt. Gæti jafnvel verið hálka. En vegir sæmilega vel færir. Enda kom það á daginn. Þetta var ekkert mál. Næstum auðir vegir. Lítil umferð. Ekkert mál að fara þetta. Samt eiginlega ekkert nema jeppar á ferðinni. Sem mér finnst alltaf jafn fyndið. Skil ekki alveg þessa jeppadellu okkar Íslendinga. Miðað við mína reynslu er engin ástæða fyrir henni.
Ég komst nefnilega að því að það er ekkert stór mál að ferðast hér í nágrenni við Reykjavík um hávetur. Kannski ekkert sérstakt fjör að lenda í vondu veðri. Ekki heldur ráðlegt að vera að þvælast þetta án þess að hafa gert smá ráðstafanir. Vera á sæmilega góðum dekkjum. Hefði ekki farið þetta án nagla. Tók líka með mér smá aukaföt, ljós og GPS tækið góða. Ég hefði ekki alveg kunnað við að lenda í of miklum vandræðum og vera án þessara öryggistækja. Ekki eftir að hafa farið í gegnum námskeiðið hjá Björgunarsveitinni. En þetta var ánægjuleg ferð. Merkilegt hvað landið breytist yfir veturinn. Snjórinn sem liggur yfir öllu. Fjöllin sem verða bæði skýrari og hrikalegri við það að fá á sig snjó. Það er sterk upplifun. Líka það að vera með einhverjum sem sér þetta allt í fyrsta skipti. Ég þarf að finna mér fleiri ástæður til að vera á ferðinni svona yfir vetrartímann.
En það var skemmtilegt að ferðast um á þessum árstíma. Líka skrítið. Því það eru svo fáir sem eru á ferðinni sem ferðamenn á þessum tíma. Enda kannski ekki skrítið. Það verður ekki bjart fyrr en rétt um 10 leitið. Komið myrkur um 5. Svo er líka veður og færð. Ég var heppinn. Því daginn sem við fórum var kalt en bjart. Raunar eiginlega frábært veður. Út af öllum snjónum þá hafði ég samt áhyggjur. Við vorum á leið upp í Borgarfjörð. Út fyrir þjóðveg númer 1. Svo ég vissi ekkert um hvort við gætum komist þetta. Hvort það væri yfirleit nokkuð vit í þessu.
Svo það kom mér þægilega á óvart hversu lítið mál þessi ferð var. Raunar hafði ég daginn áður kíkt á vefinn hjá Vegagerðinni. Veit ekki hvort þið vitið af því. En Vegagerðin heldur úti fínum vef með upplýsingum um veður og færð um allt land. Eru meira að segja með myndavélar á nokkrum stöðum. Svo það er hægt að sjá við hverju er að búast. Líka hvernig veður er á þeim slóðum sem ætlunin er að ferðast um. Svo eftir að hafa skoðað yfirlitsmyndina þeirra, þá hafði ég minni áhyggjur. Það yrði kalt. Gæti jafnvel verið hálka. En vegir sæmilega vel færir. Enda kom það á daginn. Þetta var ekkert mál. Næstum auðir vegir. Lítil umferð. Ekkert mál að fara þetta. Samt eiginlega ekkert nema jeppar á ferðinni. Sem mér finnst alltaf jafn fyndið. Skil ekki alveg þessa jeppadellu okkar Íslendinga. Miðað við mína reynslu er engin ástæða fyrir henni.
Ég komst nefnilega að því að það er ekkert stór mál að ferðast hér í nágrenni við Reykjavík um hávetur. Kannski ekkert sérstakt fjör að lenda í vondu veðri. Ekki heldur ráðlegt að vera að þvælast þetta án þess að hafa gert smá ráðstafanir. Vera á sæmilega góðum dekkjum. Hefði ekki farið þetta án nagla. Tók líka með mér smá aukaföt, ljós og GPS tækið góða. Ég hefði ekki alveg kunnað við að lenda í of miklum vandræðum og vera án þessara öryggistækja. Ekki eftir að hafa farið í gegnum námskeiðið hjá Björgunarsveitinni. En þetta var ánægjuleg ferð. Merkilegt hvað landið breytist yfir veturinn. Snjórinn sem liggur yfir öllu. Fjöllin sem verða bæði skýrari og hrikalegri við það að fá á sig snjó. Það er sterk upplifun. Líka það að vera með einhverjum sem sér þetta allt í fyrsta skipti. Ég þarf að finna mér fleiri ástæður til að vera á ferðinni svona yfir vetrartímann.
Ummæli