Þetta nokkuð merkilegt. Ég hef svo virkilega tekið eftir því hvað það verður mikið myrkur í janúar. Sem reyndar hefur liðið alveg hreint ótrúlega hratt. Mér finnst bara rétt eins og það hafi verið í gær sem ég var að halda upp á áramót. Þetta er líka búinn að vera góður mánuður. Sem er ekkert endilega gefið.

Ég er samt varla byrjaður á öllum bókunum sem jólasveininn kom með handa mér. Sýnist á öllu að mér eigi eftir að ganga misjafnlega með þann lestur. En hef samt einsett mér að klára eina bók á mánuði. Hætta bókakaupum á meðan ég er að vinna upp þessar. Er líka endalaust að finna mér nýja tónlist. Hef raunar lent í ákveðnum raunum með nýja hljóðtækið mitt. Eins og ég hef áður minnst á. Þá lendi ég undantekningalaust í vandræðum með ný tæki. Hef undarlega getu til þess að klúðra hlutunum.

Hérna fyrir einhverju síðan þá hefði ég kallað þetta stóra samsærið gegn mér. Í dag þá kalla ég þetta bara hönnunarmistök. Ég hef nefnilega komist að því á undanförnum árum. Að hönnun er eitthvað sem er mun erfiðara en halda mætti í fyrstu. Ekki það að þetta ætti ekki að vera einfalt. Það finnst okkur í það minnsta. En í dag er ég sannfærður um að þetta er ferlega erfitt. Ég held nefnilega að við séum oftast með ákveðnar hugmyndir um virkni. Svona áður en við hefjumst handa. Þetta er ástæðan fyrir því að börnum og unglingum gengur oft betur að tileinka sér tækni en okkur hinum. Sem höfum náð tveggja stafa tölu á afmæliskortinu okkar. Ástæðan er einfaldlega sú að þau koma fersk að hlutnum. Ekki með neinar fyrirfram gefnar hugmyndir. Svo lykilinn að því að ná tökum á tækni. Er koma að þeim með opnum hug. Skemmtilegt hvað þá á vel við um margt sem við tökum okkur fyrir hendur.

Ummæli

Vinsælar færslur