Góð aðstoð óskast

Þetta hafa verið miklir vinnudagar undanfarið. Ekkert nýtt við það. Búinn að segja frá því áður. En þrátt fyrir mikið vinnuálag þá hefur mér líka tekist að verða mér úti um nýtt húsgagn. Málið er sem sagt að vinnufélagi minn er að hætta. Er raunar hættur. Hann kemur frá Bandaríkjunum, en er líka með þýskan ríkisborgararétt. Ætli það sé ekki rétt að kalla hann ástandsbarn. En hann hefur unnið með mér hjá Icelandair í nokkur ár. Ferlega hress og skemmtilegur. Verður eftirsjá af honum. Hann er sem sagt kominn með nýja vinnu í Þýskalandi og er væntanlega að leggja af stað þangað. Eins og gengur þá var hann að selja innbúið sitt. Það er nefnilega oftar dýrara að flytja slíkt milli landa, en einfaldlega kaupa sér nýtt þegar komið er á áfangastað. Ekki nema atvinnuveitandi sjá um að greiða flutninginn.

Þessi vinnufélagi minn var sem sagt að selja innbúið sitt. Sem hann gerði í gegnum helsta smásöluvef landsins. Barnaland.is. Ég er ekki frá því að þar sé hægt að finna allt sem þú gætir hugsanlega þarfnast í innbúið. Það er reyndar ekki alveg glænýtt. Eða í flestum tilfellum ekki. Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en í byrjun síðasta árs. Þegar sófi sem ég tengdist fór í sölu þar. Þá sá ég hversu mikið úrval er í boði þarna. Af því að þessi vinnufélagi minn var að selja búslóðina sína þá kíkti ég á auglýsinguna hans. Sá til dæmis að hann var að selja ísskáp. Sem góð vinkona mín keypti. Henni vantaði nefnilega ísskáp með frysti. Bara ekki of stórann. Svo þessi sem vinnufélagi minn var að selja smell passaði. Auk þess sem hann kostaði ekki nema brot af því sem nýr hefði kostað. En ég datt hins vegar inn á aðra auglýsingu. Sem var einmitt að bjóða húsgagnið sem ég hafði verið að hugsa um að kaupa.

Raunar er íbúðin mín nokkuð vel búin af húsgögnum. Ekki orðið margt sem mig vantar. En það er nú samt ennþá eitthvað sem mig vantar. Þarf líka að endurnýja sturtuna mína. Hún dó núna rétt upp úr áramótum. Fann eina sem mér líst vel á. En er samt ennþá að skoða. Það eina sem mig vantar er traustur pípulagningamaður. Ég hef nefnilega slæma reynslu af pípulagningamönnum. Þegar ég flutti í íbúðina mína. Þá var ákveðin aðgerð sem þurfti að eiga sér stað. Endurnýjun á baðherbergi. Það tók heilmikinn tíma. Var nokkuð mikil aðgerð. Sem meðal annars þýddi að ég þurfti að fá lagnir endurnýjaðar. Sem var gert. Nema hvað pípulagningamanninum tókst að rústa nýlögðu parketi í eldhúsinu hjá mér. Eða það hætti að vera eins og nýtt. Blotnaði þegar ofn byrjaði að leka. Það er víst nefnilega þannig að píparar verða að tékka á öllum ofnum ef þeir koma inn í hús. Skilst að þetta sé eitthvað sem þeim ber að gera. Af því að íbúðin mín er ekki ný. Þá tókst ekki betur til en svo að ofninn fór að leka. Parketið jafnaði sig aldrei alveg. Svo eitt af áformum mínum er að endurnýja eldhúsið. Henda öllu út. Fá mér nýtt. Láta þá í leiðinni leggja nýtt á gólfið. En fyrst ætla ég að endurnýja sturtuna. Svo ef þið þekkið trausta pípara sem væri til í smá aukaverkefni. Endilega sendið mér línu.

Ummæli

Vinsælar færslur