Stundum verð ég bara. Eins og þessar tvær síðustu færslur hafa borið vitni um. Þá fæ ég löngun til þess að tjá mig um eitthvað sem ég sé í kringum mig. Aðra daga. Þá langar mig meira bara til að halda mig á mínum slóðum. Núna um helgina gerði ég það til dæmis. Var eiginlega bara heima hjá mér. Heimili mitt hefur líka tekið nokkrum breytingum.
Ég flutti nefnilega hingað inn nýtt húsgagn. Fann mér eitt slíkt á Barnaland.is. Vildi samt ekki flýta mér of mikið að koma því hús. Beið eftir að snjór og frost færi. Svo núna um helgina þá flutti ég húsgagnið í húsið. Það er stórt. Eiginlega stærra en ég hafði gert ráð fyrir. Svo ég er að venjast þessari minnkun á rýminu mínu. Finnst það skemmtilegt samt. Til dæmis hefur snúrum fækkað og fjöldi rafmagnstækja í augsýn líka. En svona er þetta líklega alltaf. Ég hef nefnilega rekið mig á þetta fyrr. Ég kaupi eitthvað inn í húsið. En finnst svo næstum því eins og það eigi ekki alveg heima hérna hjá mér. Það er eitthvað. Svo líður smá tími. Þá er ég orðin óskaplega ánægður með kaupin.
Eins og með bílinn minn nýja. Ég hef verið að venjast honum. Sömuleiðis afmælisgjöfinni minni fínu. Skrítið hvernig þessir hlutir verða smátt og smátt hluti af manni sjálfum. Svo eftir ákveðinn tíma. Þá finnst manni eins og maður geti ekki án þeirra verið. Svipað eins og farsímanum. Gönguferðir mínar um Hornstrandir og ferðalög til landa þar sem þeir virka ekki. Hafa kennt mér að þetta eru ekki ómissandi tæki. En þægileg. En núna sé ég samt fram á að þurfa að gera einhverjar frekari breytingar hérna hjá mér. Held að nýja húsgagnið kalli á það. En það hefur líka jákvæðar breytingar í för með sér. Nú hef ég nefnilega meira geymslupláss. Þannig að þetta verður líklega bara allt jákvætt. Fyrir rýmið mitt.
Svona að lokum þá verð ég hrósa RÚV. Akkúrat núna eru þeir að sýna frábæra franska mynd sem ég hafði ekki hugmynd um. Gerist stundum á sunnudögum. Þessi heitir Vidocq. Virkilega flott mynd og er að koma mér skemmtilega á óvart.
Ummæli