Sterkir draumar
Mig dreymir undarlega þessa dagana. Allt mjög skýrt og greinilegt. Kemur fyrir fólk sem ég hef ekki séð í mörg ár. Allt frekar undarlegir draumar. Furðulegt hvað svefnheimurinn getur stundum verið sterkur og magnaður. Stundum lendi ég í vandræðum með að greina á milli. Samt ekki eins sterkt eins og sumt fólk sem ég þekki. Ég hef bókstaflega verið skammaður fyrir hluti sem ég aldrei gert. Það kemur meira að segja fyrir þó það hafi ekki verið í draumalandinu. En þetta er merkilegt. Ókeypis ævintýri.
Ummæli