Vefheimar

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir tengslunum á milli hryllingssögunar og ævintýranna fyrr en ég las þessa bók. Þetta var sú fyrsta sem ég las eftir þennan höfund. Hafði áður verið duglegur við Stephen King. Helsti gallinn við Stephen King var að hann varð fyrirsjáanlegur. Svona eftir að hafa lesið mig í gegnum nokkrar af hans frægustu. Séð eitthvað af myndunum eftir bókunum hans. Sem flestar eru frekar daprar. Nema The Shining. Sem er afburða kvikmynd. Ef þú hefur ekki séð þá sögu. Um fjölskyldu sem á vetursetu á hóteli einhverstaðar í Bandaríkjunum. Þá mæli ég hér með The Shining. En það er ekki sagan sem ég ætlaði að segja frá.

Sagan sem ég ætla að segja frá er nefnilega eftir Clive Barker. Heitir Weaveworld. Eiginlega keypti ég hana af því að Stephen King mælti með henni. Sagði að Clive Barker væri framtíð hryllingssagna. Sem vakti áhuga minn. Á þeim tíma var ég í náminu mínu í Vesturheimi. Það var um það bil sem Icelandair varð að draga svo saman seglin. Að til þess að komast í námið. Þá þurfti ég að fara til New York til þess að komast í flug. Ég hafði fengið þá flugi í höfuðið að í stað þess að fljúga. Þá myndi ég taka lestina til New York. Sem reyndist vel gerlegt. Hentaði bara vel.

Málið var sem sagt að með því að taka lestina. Þá lagði ég af stað snemma morguns. Var í lestinni meira eða minna allan daginn. Endaði svo í New York seinni part dagsins. Sem hentaði mjög vel til þess að komast í flugið. En mig vantaði eitthvað til þess að lesa. Þetta var nefnilega fyrir þann tíma að Icelandair byði upp á nokkurt efni til afþreyingar. DC 8 vélarnar þeirra voru þarna á síðustu metrunum. Svo ég tók með mér bæði bók og góða tónlist. Í þessari ferð minni upp eftir austurströnd Bandaríkjanna og á fluginu heim. Þá las ég mig í gegnum Weaveworld. Sem opnaði mér sannarlega töfraheim.

Sagan fjallar sem sagt um hóp undarlegra vera sem hafa falið sig í töfrateppi. Sannkölluð ævintýrasaga. Þarna voru undarlegar verur á ferðinni. Sem höfðu hæfileika sem gerðu það að verkum að sumt fólk. Hreinlega hataði það. Þannig urðu skrímsli að hetjum. Þarna tókst Clive það sem mér finnst listilegt. Nefnilega að snúa ævintýraspeglinum að okkur sjálfum og samfélaginu. Því samúð okkar er klárlega með þeim sem eru skrítnir í þessum sögum. Á sama tíma eru þeir sem venjulega eru hetjur. Gerðir að einhverju allt öðru. Allt er þetta þó innan þess ramma sem ævintýrin hafa sett. Þannig er þetta ævintýri fyrir fullorðna.

Ummæli

Vinsælar færslur