The Long Walk
Í liðinni viku hlustaði ég á þátt á BBC4 sem mér fannst stór merkilegur. Hann snérist um sannleiksgildi frásagnar sem kom út 1956. Þessi stórmerkilega frásögn sagði frá pólskum riddaraliðsforingja sem var handtekinn árið 1939 af Sovétmönnum. Nema hvað að ári síðar flýr hann ásamt sex öðrum úr Gúlaginu og gengur alla leiðina til Indlands þar sem hann gefur sig fram við bresk hernaðaryfirvöld. Indland var á þessum tíma hluti af Bretaveldi svona ef þetta er ekki allt að smella. Frásögnin hafði verið sett á bók af breskum blaðamanni og gefin út sem The Long Walk. Bókin vakti strax mikla athygli og hefur notið vinsælda allar götur síðar.
Enda frásögnin stórmerkileg. Það er nefnilega gríðarleg vegalengd um harðbýlt land sem flóttamennirnir leggja að baki. Þarna var greint frá ótrúlegu þolgæði. Mönnum sem þurftu að þola ótrúlegt harðræði til þess að ná takmarki sínu. En fljótlega komust á kreik sögur um að frásögnin væri líklega ekki alveg sannleikanum samkvæm. Ýmislegt í landslags lýsingum stemmdi hreinlega ekki við landsvæðið sem um væri rætt. En fram að hruni Sovétríkjanna þá var í raun engin leið til þess að komast að hinu sanna. En engum hafði samt sem áður tekist að finna afdráttarlausar sannanir. Svo BBC ákvað að komast til botns í málinu.
BBC fór og heimsótti fjölskyldu þess sem blaðamaðurinn ræddi við. Það er alveg ljóst að sá sem sagði frá hafði reynt ýmislegt. En það var samt eitt og annað sem ekki virtist stemma. Til dæmis kom í ljós að viðkomandi hafði líklega aldrei verið haldið í fangabúðunum sem hann sagðist hafa dvalið í. Raunar virðist sem hann hafi verið tímabundið í haldi, en síðan sleppt og síðan bæst í hóp manna sem börðust í liði Breta og voru frá hernumdum löndum Nazista. En það þýddi hins vegar að ekki var möguleiki á því að hann hefði gengið leiðina sem sagði frá í bókinni. En þýðir það að hún er uppspuni einn?
Nei, því við frekari rannsókn kemur í ljós að Breskur foringi í bresku leyniþjónustunni sem staðsettur var á Indlandi hafði einmitt yfirheyrt fanga sem höfðu komið gangandi í gegnum Himalaja fjöllin til Indlands. Samkvæmt hans frásögn og skýrslum þá sögðu þeir frá því að þeir hefðu komið frá Sovéskum fangabúðum. Þar er því komin nokkuð ótvíræð sönnun þess að þetta ferðalag hefði verið farið. Raunar telja heimildarmenn BBC þetta skjóta styrkum stoðum undir það að þetta afrek hefði verði unnið. Bara ekki endilega af þeim sem síðar sagði söguna. Að öllum líkindum hefði sá sem sagði frásöguna heyrt söguna af afrekinu. Líklega frá öðrum pólverja. Það séu því allar líkur á því að þetta afrek hafi verið unnið. Hópur hefði lagt á sig þetta ferðalag. Sögumaðurinn síðan skáldað í eyðurnar. Óljóst hver urðu afdrif þeirra sem það lögðu á sig. Hugsanlega ekki lifað heimstyrjöldina. En í það minnsta ekki notið góðs af arðinum af frásögninni. Þetta fannst mér raunar allt stórmerkilegt. Að sá sem sagði söguna hefði í rauninni verið að stæra sig af afrekum annarra. En að líklega væri sannleikurinn sá að einhverjir hefðu afrekað þetta. Hinir óþekktu göngumenn. Mér fannst þetta allt saman nokkuð magnað.
Enda frásögnin stórmerkileg. Það er nefnilega gríðarleg vegalengd um harðbýlt land sem flóttamennirnir leggja að baki. Þarna var greint frá ótrúlegu þolgæði. Mönnum sem þurftu að þola ótrúlegt harðræði til þess að ná takmarki sínu. En fljótlega komust á kreik sögur um að frásögnin væri líklega ekki alveg sannleikanum samkvæm. Ýmislegt í landslags lýsingum stemmdi hreinlega ekki við landsvæðið sem um væri rætt. En fram að hruni Sovétríkjanna þá var í raun engin leið til þess að komast að hinu sanna. En engum hafði samt sem áður tekist að finna afdráttarlausar sannanir. Svo BBC ákvað að komast til botns í málinu.
BBC fór og heimsótti fjölskyldu þess sem blaðamaðurinn ræddi við. Það er alveg ljóst að sá sem sagði frá hafði reynt ýmislegt. En það var samt eitt og annað sem ekki virtist stemma. Til dæmis kom í ljós að viðkomandi hafði líklega aldrei verið haldið í fangabúðunum sem hann sagðist hafa dvalið í. Raunar virðist sem hann hafi verið tímabundið í haldi, en síðan sleppt og síðan bæst í hóp manna sem börðust í liði Breta og voru frá hernumdum löndum Nazista. En það þýddi hins vegar að ekki var möguleiki á því að hann hefði gengið leiðina sem sagði frá í bókinni. En þýðir það að hún er uppspuni einn?
Nei, því við frekari rannsókn kemur í ljós að Breskur foringi í bresku leyniþjónustunni sem staðsettur var á Indlandi hafði einmitt yfirheyrt fanga sem höfðu komið gangandi í gegnum Himalaja fjöllin til Indlands. Samkvæmt hans frásögn og skýrslum þá sögðu þeir frá því að þeir hefðu komið frá Sovéskum fangabúðum. Þar er því komin nokkuð ótvíræð sönnun þess að þetta ferðalag hefði verið farið. Raunar telja heimildarmenn BBC þetta skjóta styrkum stoðum undir það að þetta afrek hefði verði unnið. Bara ekki endilega af þeim sem síðar sagði söguna. Að öllum líkindum hefði sá sem sagði frásöguna heyrt söguna af afrekinu. Líklega frá öðrum pólverja. Það séu því allar líkur á því að þetta afrek hafi verið unnið. Hópur hefði lagt á sig þetta ferðalag. Sögumaðurinn síðan skáldað í eyðurnar. Óljóst hver urðu afdrif þeirra sem það lögðu á sig. Hugsanlega ekki lifað heimstyrjöldina. En í það minnsta ekki notið góðs af arðinum af frásögninni. Þetta fannst mér raunar allt stórmerkilegt. Að sá sem sagði söguna hefði í rauninni verið að stæra sig af afrekum annarra. En að líklega væri sannleikurinn sá að einhverjir hefðu afrekað þetta. Hinir óþekktu göngumenn. Mér fannst þetta allt saman nokkuð magnað.
Ummæli