Skírnin

Ég var viðstaddur skírnarathöfn um daginn. Sem gerist ekki mjög oft. Mér fannst því eins og mér hefði verið sýndur mikil heiður að vera boðið. Skilst nefnilega að skírnarathafnir séu yfirleit smáar í sniðum. Bara þeim sem næst barninu og foreldrunum boðið að vera viðstaddir. Sem skýrir afhverju ég hef ekki tekið þátt í mörgum slíkum athöfnum. Systir mín á til dæmis ekki nema 2 börn og einhverja hluta vegna hafa aðrir af mínum næstu vinum ekki verið sérlega dugleg að fjölga mannkyninu. Svo þetta var sannarlega ánægjulegt tækifæri.

Áhöfnin sem slík var einföld. Stóð ekki mjög lengi. Raunar kannski minnisstæðust fyrir að prestinum þótti heldur lítið heyrast í kirkjugestunum þegar sálmar voru sungnir. Miðað að við ég hef fengið þann dóm fyrir söng minna að mér takist á einstakan hátt að halda hvorki tóni né laglínu. Sem mér skilst að sé ekki mjög algengt. Ég sá því enga ástæðu til þess að eyðileggja athöfnina með því að hefja upp raust mína og syngja sálmana of hárri röddu. En þrátt fyrir að athöfnin sem slík væri ekki löng. Þá var viðkomandi skírður til trúar. Sem ég hef líklega tapað á lífleiðinni. Í það minnsta dreg ég það mjög í efa. Að til sé það þrískipta æðsta vald sem ég játaði einhvern tíma að trúa á í trúarjátningu.

Þetta hafði þó lítil áhrif á móti þeirri gleði sem mér fannst vera yfir öllu. Það er eitthvað svo merkilegt að sjá þennan litla ósjálfbjarga sakleysingja sem þarna er miðpunkturinn í öllu. En veit þó í rauninni ekkert hvað er að gerast. Þarna erum við eiginlega að sameinast í að fagna þessum nýja einstakling. Sem vonandi á bara eftir að stíga gæfuspor allt sitt líf. Það minnti mig á mikilvægi þess að sjá heiminn með nýjum augum. Horfa vel í kringum mig. Njóta þess sem ég sé og heyri. Ætli það sé nefnilega ekki mergur málsins að þegar við segjum “ignorance is bliss” að þá erum við að minna okkur á barnæskuna þegar allt var óútskýrt, nýtt og óskaplega merkilegt. Vona mér takist að halda í eitthvað af þessu allt til enda minna daga.

Ummæli

Vinsælar færslur