Pestin lagði mig

Sumir sem þekkja mig segja mig endalaust tala um pestina miklu. En í þetta skipti er ég ekkert að ljúga. Ég fékk í alvöru uppsölupest sem er að ganga. Þessi pest gerði það að verkum að ég varð ófær um að skrifa. Eða öllu heldur ófær um að horfa á tölvuskjá án þess að verða flökurt. Leið eins og ég væri sjóveikur. Sem uppsölupestin líklega er. Eitthvað sem hefur áhrif á jafnvægisskynið. Í það minnsta leið mér sérlega óskemmtilega. Gat þess vegna ekki skrifað. Ekki svarað tölvupósti. Ekki hangið inn á IM. Eða gert yfirleit nokkuð af því sem ég er vanur með tölvubúnaði. Einstaklega óþægilegt allt saman. Er svona hægt og sígandi að ná mér. Ekki samt beint á fullum afköstum.

Ummæli

Vinsælar færslur